Fleiri fréttir Sýning ása í þrot og Eden mun opna á ný Rekstur ásatrúarsýningar í húsnæði Eden í Hveragerði er kominn í þrot og starfseminni var hætt fyrir nokkru. 30.4.2010 03:30 Magma horfir til Kerlingarfjalla Magma Energy á Íslandi hefur átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps um rannsókn á virkjanakostum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Við erum einfaldlega að skoða hvar geta legið tækifæri til skynsamlegrar orkunýtingar í náinni framtíð,“ segir hann. 30.4.2010 03:00 Starfsemi lamast af völdum hestahósta Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið. 30.4.2010 02:45 Minningin um eldgosið endist alla ævi Hópur erlendra sjálfboðaliða á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS hjálpaði til við að hreinsa ösku af túnum undir Eyjafjöllum. Sjálfboðaliðarnir segja það góða tilfinningu að geta hjálpað fólki. 30.4.2010 02:30 Kynjakvóti flækti endurröðun á lista Kynjakvóti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík flækti endurröðun eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir hagfræðingur, sem var í öðru sæti, sagði sig frá listanum á mánudag. Niðurstaðan varð að Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur færist upp um sæti og skipar annað sætið. Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja en Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn og mun skipa 11. sætið. 30.4.2010 02:00 Olíuflekkurinn á stærð við Írland Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis. 29.4.2010 22:30 Gosið heldur sínu striki Kvikustreymi og gosmökkur hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa á Eyjafjallajökli og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki umað gosi sé að ljúka. Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar háskólans. 29.4.2010 22:23 Hjálmar kjörinn formaður BÍ Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. 29.4.2010 22:00 Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best. 29.4.2010 21:31 Stefnir í búrkubann í Belgíu Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag lög sem banna konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti. 29.4.2010 21:10 Borgarstjóri telur „þjóðstjórn“ farsælasta stjórnarformið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kallar eftir þjóðstjórn við stjórn borgarinnar. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálin þurfi að breytast. Ég held að það sé kominn timi á það að einbeita sér að því sem sameinar menn en ekki það sem sundrar,“ segir Hanna Birna. 29.4.2010 20:00 BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29.4.2010 20:34 Jónína hætt í framsókn Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hún skipaði 15. sæti listans í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á Facebook síðu sína skrifaði hún í dag: „Ég hef sagt mig úr Framsóknarflokknum. Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum.“ 29.4.2010 19:48 20 milljónir aukalega í skapandi sumarstörf Borgarráð samþykkti í dag tillögu Vinstri grænna um 20 milljónia króna aukafjárveitingu til skapandi sumarstarfa á vegum Hins hússins. 29.4.2010 20:30 Vill rannsóknarnefnd í Kópavog Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, hefur lagt fram tillögu þess efnis að bæjarráð komi á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd um efnahagshrunið eins og það snýr að bænum. 29.4.2010 19:17 Krummi tryggir sér sæti í Hörpunni Blásvört, þjófótt og grimmileg vera hefur tryggt sér sæti fyrst allra í tónlistarhúsinu Hörpunni við hafnarbakkann í Reykjavík. Og er að fjölga sér. Lóa Pind Aldísardóttir freistaði þess í dag að heilsa upp á snemmbúinn tónleikagest. 29.4.2010 19:10 Barði skónum í púltið að hætti Krushcevs Maður sem var til sjós alla sína starfsævi þrátt fyrir að fótur hans hafi verið hálfónýtur frá barnæsku segist afar vonsvikinn með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi sólundað lífeyri hans. 29.4.2010 19:02 Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki sem kominn er að leiðarlokum að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna ætlar ekki að skerða lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ljóst að skattgreiðendur þurfi að borga reikninginn. 29.4.2010 18:50 Íslensk pólitík eins og Morfís Engum datt í hug að bandarísk stjórnvöld hafi orsakað fellibylinn Katarínu en þau voru hins vegar harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega sama á við íslenskt stjórnkerfi. 29.4.2010 18:01 Olían að ströndum Missisippi á morgun Olían byrjaði að gusast upp af hafsbotni eftir að borturn sprakk í loft upp og sökk. Ellefu menn biðu bana. 29.4.2010 17:09 Vill rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu á borgaráðs í dag um að fram fari rannsókn á aðdraganda, orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar. 29.4.2010 16:20 Bestla gaut átta grísum Dýrahirðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum höfðu í nógu að snúast í fjósinu í morgunsárið. Gyltan Bestla gaut átta grísum upp úr klukkan sjö. Gotið gekk vel en nokkur tími leið á milli grísa sem Bestla notaði til að ná kröftum. Að sögn dýrahirða í garðinum tók gölturinn Gullinbursti, sem býr í næstu stíu, gotinu með mikilli yfirvegun og lét það ekki trufla morgunlúrinn hjá sér og í raun ekki hádegislúrinn heldur. 29.4.2010 15:45 Skýrsla rannsóknarnefndarinnar prentuð í þriðja sinn Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi kemur fram að prentuð verða 2000 29.4.2010 15:00 Prestastefna: Stuðningur fékkst ekki við ein hjúskaparlög Rætt var um lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á prestastefnu sem fram fer í Vídalínskirkju í Garðabæ. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum en tillaga um að lýsa stuðningi við frumvarpið var ekki afgreidd. 29.4.2010 14:56 Austurvöllur tyrfður „Það er verið að gera huggulegt á mótmælendatorginu,“ segir Guðmundur Jónsson, garðyrkjufræðingur, sem er að tyrfa á Austurvelli. 29.4.2010 14:47 Engar myndir af Stalín á götum Moskvu Borgarstjórn Moskvu hefur fallið frá því að hengja upp risaplaköt af Jósef Stalín á götum úti þegar þess verður minnst níunda maí að 65 ár eru liðin frá sigrinum á nazistum. 29.4.2010 14:36 „Heilli kynslóð stjórnmálamanna mútað“ „Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að heilli kynslóð stjórnmálamanna hefur verið mútað með beinum eða óbeinum hætti og stjórnmálaflokkarnir hafa komið í ljós sem þjófafélag," segir Benedikt Erlingsson leikari. Hann er einn af mörg hundruð mönnum sem krefjast þess að fallið verði frá ákæru ríkissaksóknara á hendur níu mótmælendum sem gefið er að sök að hafa ráðist á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni í fyrra. 29.4.2010 14:21 Matarkarfan hækkað um 66 prósent á fjórum árum Matarkarfan hefur hækkað um 66 prósent frá árinu 2006 samkvæmt könnun SFR og birtist í nýjasta hefti tímarits stéttafélagsins sem er komið út. 29.4.2010 14:19 Nýtt skátamerki Þegar talað er um skáta hugsa flestir líklega um útilegur, að hnýta hnúta, læra hjálp í viðlögum og hjálpa gömlum konum yfir götur. 29.4.2010 14:03 Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi „Systir mín kærði þetta í dag,“ segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. 29.4.2010 14:00 Borgin ver 100 milljónum í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna Borgarráð ákvað einróma á fundi sínum í morgun að verja 100 milljónum króna til sameiginlegs markaðsátaks í ferðaþjónustu með helstu hagsmunaaðilum í greininni. Þetta er gert vegna þeirrar alvarlegu stöðu vegna gossins í Eyjafjallajökli, sem komin er upp hjá íslenskri ferðaþjónustu og hjá fjölmörgum fyrirtækjum í Reykjavík sem treysta á viðskipti erlendra ferðamanna. 29.4.2010 13:58 Í fangelsi fyrir að vera sólbrúnar Lögreglustjórinn í Teheran höfuðborg Írans hefur gefið út yfirlýsingu um að sólbrúnar konur verði handteknar og fangelsaðar. 29.4.2010 13:37 Vísar verðbólgumælingum Hagstofunnar á bug Samband garðyrkjubænda vísar því á bug að íslenskt grænmeti hafi hækkað um 12% frá því í mars, eins og fram kemur í verðbólgumælingum Hagstofunnar og Greining Íslandsbanka vísar í. 29.4.2010 13:00 „Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. 29.4.2010 12:53 Dældu gasi í jarðgöng Palestínumanna Fjórir Palestínumenn létu lífið í gær þegar egypskir hermenn dældu gasi ofan í jarðgöng sem liggja frá Gaza ströndinni yfir til Egyptalands að sögn Hamas samtakanna. 29.4.2010 12:39 Gagnrýndu agaleysi í ríkisfjármálum Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að veita aukalega 500 milljónum króna til atvinnusköpunar án þess að fyrir liggi samþykki Alþingis. Í stað aðhalds sýni ríkisstjórnin agaleysi í ríkisfjármálum. 29.4.2010 12:21 Valgerður Sveinsdóttir leysir Guðrúnu Valdimarsdóttur af hólmi Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur mun skipa annað sæti lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar og færist 29.4.2010 11:56 Samstarf við VG fyrsti kostur Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir að Hafnfirðingar vilji gefa Samfylkingunni frí frá stjórn bæjarfélagsins. Meirihlutasamstarf með Vinstri grænum sé fyrsti kostur verði niðurstöður kosninganna í næsta mánuði í samræmi við skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag. 29.4.2010 11:25 Vill viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla Mikilvægt er að unnin sé viðbragðsáætlun til að bregðast við því ef efnahagsáföll verða, sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 29.4.2010 11:22 Samþykkt að stofna Íslandsstofu Alþingi samþykkti í dag að setja á fót nýja stofnun, Íslandsstofu, sem mun taka til starfa í stað Útflutningsráðs. 29.4.2010 11:09 Oddviti VG: Könnunin gefur okkur byr í seglin „Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 29.4.2010 10:51 Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. 29.4.2010 10:39 Mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evru Trúin á að Grikkir geti greitt skuldir sínar er nú svo lítil að landið verður að greiða himinháa vexti á fjármagnsmörkuðum. 29.4.2010 10:19 Sígarettupakkar verði án vörumerkja Ríkisstjórn Ástralíu hefur samþykkt frumvarp sem neyðir tóbaksframleiðendur til að gjörbreyta umbúðum á sígarettupökkum sem seldir verða í landinu frá og með 2012. Pakkarnir eiga að vera lausir við vörumerki fyrirtækjanna en nafn þeirra skal ritað á þá með smáu letri. Þess í stað verður aðvörun við skaðsemi reykinga í forgrunni. 29.4.2010 09:46 Ummæli Browns skyggja á kappræðurnar Bresku þingkosningarnar fara fram á fimmtudaginn eftir viku og í kvöld munu leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins takast á í þriðju og síðustu sjónvarpkappræðunum. Fyrstu tvær kappræðurnar vöktu mikla athygli en nú virðist sem að ummæli Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands og formanns Verkmannaflokksins, muni skyggja á umræðurnar í kvöld því um fátt annað er talað í breskum fjölmiðlum. 29.4.2010 08:29 Sjá næstu 50 fréttir
Sýning ása í þrot og Eden mun opna á ný Rekstur ásatrúarsýningar í húsnæði Eden í Hveragerði er kominn í þrot og starfseminni var hætt fyrir nokkru. 30.4.2010 03:30
Magma horfir til Kerlingarfjalla Magma Energy á Íslandi hefur átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn Hrunamannahrepps um rannsókn á virkjanakostum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Við erum einfaldlega að skoða hvar geta legið tækifæri til skynsamlegrar orkunýtingar í náinni framtíð,“ segir hann. 30.4.2010 03:00
Starfsemi lamast af völdum hestahósta Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið. 30.4.2010 02:45
Minningin um eldgosið endist alla ævi Hópur erlendra sjálfboðaliða á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS hjálpaði til við að hreinsa ösku af túnum undir Eyjafjöllum. Sjálfboðaliðarnir segja það góða tilfinningu að geta hjálpað fólki. 30.4.2010 02:30
Kynjakvóti flækti endurröðun á lista Kynjakvóti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík flækti endurröðun eftir að Guðrún H. Valdimarsdóttir hagfræðingur, sem var í öðru sæti, sagði sig frá listanum á mánudag. Niðurstaðan varð að Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur færist upp um sæti og skipar annað sætið. Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja en Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn og mun skipa 11. sætið. 30.4.2010 02:00
Olíuflekkurinn á stærð við Írland Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis. 29.4.2010 22:30
Gosið heldur sínu striki Kvikustreymi og gosmökkur hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa á Eyjafjallajökli og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki umað gosi sé að ljúka. Þetta kemur fram í daglegri skýrslu Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar háskólans. 29.4.2010 22:23
Hjálmar kjörinn formaður BÍ Hjálmar Jónsson var rétt í þessu kjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins. Miklar deilur voru í aðdraganda fundarins og dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi formaður framboð sitt til baka í morgun. Hjálmar var því sjálfkjörinn. 29.4.2010 22:00
Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best. 29.4.2010 21:31
Stefnir í búrkubann í Belgíu Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag lög sem banna konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti. 29.4.2010 21:10
Borgarstjóri telur „þjóðstjórn“ farsælasta stjórnarformið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kallar eftir þjóðstjórn við stjórn borgarinnar. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnmálin þurfi að breytast. Ég held að það sé kominn timi á það að einbeita sér að því sem sameinar menn en ekki það sem sundrar,“ segir Hanna Birna. 29.4.2010 20:00
BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn. 29.4.2010 20:34
Jónína hætt í framsókn Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hún skipaði 15. sæti listans í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á Facebook síðu sína skrifaði hún í dag: „Ég hef sagt mig úr Framsóknarflokknum. Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum.“ 29.4.2010 19:48
20 milljónir aukalega í skapandi sumarstörf Borgarráð samþykkti í dag tillögu Vinstri grænna um 20 milljónia króna aukafjárveitingu til skapandi sumarstarfa á vegum Hins hússins. 29.4.2010 20:30
Vill rannsóknarnefnd í Kópavog Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG í bæjarráði Kópavogs, hefur lagt fram tillögu þess efnis að bæjarráð komi á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd um efnahagshrunið eins og það snýr að bænum. 29.4.2010 19:17
Krummi tryggir sér sæti í Hörpunni Blásvört, þjófótt og grimmileg vera hefur tryggt sér sæti fyrst allra í tónlistarhúsinu Hörpunni við hafnarbakkann í Reykjavík. Og er að fjölga sér. Lóa Pind Aldísardóttir freistaði þess í dag að heilsa upp á snemmbúinn tónleikagest. 29.4.2010 19:10
Barði skónum í púltið að hætti Krushcevs Maður sem var til sjós alla sína starfsævi þrátt fyrir að fótur hans hafi verið hálfónýtur frá barnæsku segist afar vonsvikinn með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi sólundað lífeyri hans. 29.4.2010 19:02
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna er sýndarveruleiki sem kominn er að leiðarlokum að mati forseta Alþýðusambands Íslands. Stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna ætlar ekki að skerða lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ljóst að skattgreiðendur þurfi að borga reikninginn. 29.4.2010 18:50
Íslensk pólitík eins og Morfís Engum datt í hug að bandarísk stjórnvöld hafi orsakað fellibylinn Katarínu en þau voru hins vegar harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega sama á við íslenskt stjórnkerfi. 29.4.2010 18:01
Olían að ströndum Missisippi á morgun Olían byrjaði að gusast upp af hafsbotni eftir að borturn sprakk í loft upp og sökk. Ellefu menn biðu bana. 29.4.2010 17:09
Vill rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu á borgaráðs í dag um að fram fari rannsókn á aðdraganda, orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar. 29.4.2010 16:20
Bestla gaut átta grísum Dýrahirðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum höfðu í nógu að snúast í fjósinu í morgunsárið. Gyltan Bestla gaut átta grísum upp úr klukkan sjö. Gotið gekk vel en nokkur tími leið á milli grísa sem Bestla notaði til að ná kröftum. Að sögn dýrahirða í garðinum tók gölturinn Gullinbursti, sem býr í næstu stíu, gotinu með mikilli yfirvegun og lét það ekki trufla morgunlúrinn hjá sér og í raun ekki hádegislúrinn heldur. 29.4.2010 15:45
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar prentuð í þriðja sinn Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi kemur fram að prentuð verða 2000 29.4.2010 15:00
Prestastefna: Stuðningur fékkst ekki við ein hjúskaparlög Rætt var um lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á prestastefnu sem fram fer í Vídalínskirkju í Garðabæ. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum en tillaga um að lýsa stuðningi við frumvarpið var ekki afgreidd. 29.4.2010 14:56
Austurvöllur tyrfður „Það er verið að gera huggulegt á mótmælendatorginu,“ segir Guðmundur Jónsson, garðyrkjufræðingur, sem er að tyrfa á Austurvelli. 29.4.2010 14:47
Engar myndir af Stalín á götum Moskvu Borgarstjórn Moskvu hefur fallið frá því að hengja upp risaplaköt af Jósef Stalín á götum úti þegar þess verður minnst níunda maí að 65 ár eru liðin frá sigrinum á nazistum. 29.4.2010 14:36
„Heilli kynslóð stjórnmálamanna mútað“ „Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að heilli kynslóð stjórnmálamanna hefur verið mútað með beinum eða óbeinum hætti og stjórnmálaflokkarnir hafa komið í ljós sem þjófafélag," segir Benedikt Erlingsson leikari. Hann er einn af mörg hundruð mönnum sem krefjast þess að fallið verði frá ákæru ríkissaksóknara á hendur níu mótmælendum sem gefið er að sök að hafa ráðist á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni í fyrra. 29.4.2010 14:21
Matarkarfan hækkað um 66 prósent á fjórum árum Matarkarfan hefur hækkað um 66 prósent frá árinu 2006 samkvæmt könnun SFR og birtist í nýjasta hefti tímarits stéttafélagsins sem er komið út. 29.4.2010 14:19
Nýtt skátamerki Þegar talað er um skáta hugsa flestir líklega um útilegur, að hnýta hnúta, læra hjálp í viðlögum og hjálpa gömlum konum yfir götur. 29.4.2010 14:03
Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi „Systir mín kærði þetta í dag,“ segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. 29.4.2010 14:00
Borgin ver 100 milljónum í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna Borgarráð ákvað einróma á fundi sínum í morgun að verja 100 milljónum króna til sameiginlegs markaðsátaks í ferðaþjónustu með helstu hagsmunaaðilum í greininni. Þetta er gert vegna þeirrar alvarlegu stöðu vegna gossins í Eyjafjallajökli, sem komin er upp hjá íslenskri ferðaþjónustu og hjá fjölmörgum fyrirtækjum í Reykjavík sem treysta á viðskipti erlendra ferðamanna. 29.4.2010 13:58
Í fangelsi fyrir að vera sólbrúnar Lögreglustjórinn í Teheran höfuðborg Írans hefur gefið út yfirlýsingu um að sólbrúnar konur verði handteknar og fangelsaðar. 29.4.2010 13:37
Vísar verðbólgumælingum Hagstofunnar á bug Samband garðyrkjubænda vísar því á bug að íslenskt grænmeti hafi hækkað um 12% frá því í mars, eins og fram kemur í verðbólgumælingum Hagstofunnar og Greining Íslandsbanka vísar í. 29.4.2010 13:00
„Konur eru ekki óþekkar á sunnudögum“ Fjölmörg kvennasamtök standa að kvennafrídeginum, 24. október 2010. Þá verða liðin 35 ár frá fyrsta kvennafrídeginum. Þá gengu konur úr vinnu og héldu einn stærsta fjöldafund sem haldinn hefur verið hérlendis í Reykjavík. Hugmyndin er að kvennafríið nú verði með öðru sniði, segir Guðrún Jónsdóttir ein talskvenna framtaksins. 29.4.2010 12:53
Dældu gasi í jarðgöng Palestínumanna Fjórir Palestínumenn létu lífið í gær þegar egypskir hermenn dældu gasi ofan í jarðgöng sem liggja frá Gaza ströndinni yfir til Egyptalands að sögn Hamas samtakanna. 29.4.2010 12:39
Gagnrýndu agaleysi í ríkisfjármálum Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að veita aukalega 500 milljónum króna til atvinnusköpunar án þess að fyrir liggi samþykki Alþingis. Í stað aðhalds sýni ríkisstjórnin agaleysi í ríkisfjármálum. 29.4.2010 12:21
Valgerður Sveinsdóttir leysir Guðrúnu Valdimarsdóttur af hólmi Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur mun skipa annað sæti lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar og færist 29.4.2010 11:56
Samstarf við VG fyrsti kostur Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir að Hafnfirðingar vilji gefa Samfylkingunni frí frá stjórn bæjarfélagsins. Meirihlutasamstarf með Vinstri grænum sé fyrsti kostur verði niðurstöður kosninganna í næsta mánuði í samræmi við skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag. 29.4.2010 11:25
Vill viðbragðsáætlun vegna efnahagsáfalla Mikilvægt er að unnin sé viðbragðsáætlun til að bregðast við því ef efnahagsáföll verða, sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 29.4.2010 11:22
Samþykkt að stofna Íslandsstofu Alþingi samþykkti í dag að setja á fót nýja stofnun, Íslandsstofu, sem mun taka til starfa í stað Útflutningsráðs. 29.4.2010 11:09
Oddviti VG: Könnunin gefur okkur byr í seglin „Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 29.4.2010 10:51
Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. 29.4.2010 10:39
Mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evru Trúin á að Grikkir geti greitt skuldir sínar er nú svo lítil að landið verður að greiða himinháa vexti á fjármagnsmörkuðum. 29.4.2010 10:19
Sígarettupakkar verði án vörumerkja Ríkisstjórn Ástralíu hefur samþykkt frumvarp sem neyðir tóbaksframleiðendur til að gjörbreyta umbúðum á sígarettupökkum sem seldir verða í landinu frá og með 2012. Pakkarnir eiga að vera lausir við vörumerki fyrirtækjanna en nafn þeirra skal ritað á þá með smáu letri. Þess í stað verður aðvörun við skaðsemi reykinga í forgrunni. 29.4.2010 09:46
Ummæli Browns skyggja á kappræðurnar Bresku þingkosningarnar fara fram á fimmtudaginn eftir viku og í kvöld munu leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins takast á í þriðju og síðustu sjónvarpkappræðunum. Fyrstu tvær kappræðurnar vöktu mikla athygli en nú virðist sem að ummæli Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands og formanns Verkmannaflokksins, muni skyggja á umræðurnar í kvöld því um fátt annað er talað í breskum fjölmiðlum. 29.4.2010 08:29