Innlent

Austurvöllur tyrfður

„Það er verið að gera huggulegt á mótmælendatorginu," segir Guðmundur Jónsson, garðyrkjufræðingur, sem er að tyrfa á Austurvelli.

Verkið er unnið á vegum Reykjavíkurborgar en grasið er orðið heldur lúið eftir fjöldamótmæli auk þess sem mikil umferð er um torgið.

„Þetta er sterkasta grasið sem er fáanlegt," segir Guðmundur um tyrfinguna en það dugar ekkert annað en öflugasta fáanlega grasið á Austurvöll.

Guðmundur segir torfið sérstaklega ræktað fyrir fótboltavelli, því ætti það að endast.

Hann segir grasflötin í ágætis ásigkomulagi miðað við það sem á undan hefur gengið á Austurvelli.

Fyrirtækið hans, sem heldur úti heimasíðunni torf.is, tyrfði einnig Austurvöll síðasta sumar. Þá var grasið mjög illa farið eftir Búsáhaldabyltinguna. Túnið kemur þó furðu heilt undan þessum vetri að sögn Guðmundar.

„Þetta verður huggulegt. Það er það sem við viljum ekki satt?" sagði Guðmundur garðyrkjufræðingur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×