Fleiri fréttir Vatnavextir í Ísafjarðardjúpi Vegagerðin varar ökumenn við að fara veginn um Ísafjarðardjúp vegna mikilla vatnavaxta. Vegir eru greiðfærir Á Suður- og Suðausturlandi og sama má segja um Vesturland. Þar er þó óveður í Kolgrafafirði. 5.3.2010 21:33 Ólafur kýs klukkan hálfellefu í fyrramálið Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu óánægðir með komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu ætlar sá sem var þess valdandi að kosningunni var komið á ekki að sitja heima. 5.3.2010 20:25 Erlendir blaðamenn furða sig á skeytingarleysi gagnvart lýðræðinu Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna InDefense hópsins segist hafa orðið var við það síðustu daga að erlendir fjölmiðlamenn furði sig á því skeytingarleysi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer á morgun. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna er nú staddur hér til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og segir Ólafur að hann og hans menn hafi farið í yfir 200 viðtöl frá því forseti synjaði lögunum. 5.3.2010 19:30 Góð kjörsókn styrkir samningsstöðuna Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. 5.3.2010 19:13 Blönduóslöggan tálguð í spýtu Hin landsfræga Blönduóslögga er orðin uppspretta minjagripaframleiðslu. Listakona í bænum tálgar út lögreglumenn fyrir ökumenn til að hengja í baksýnisspegilinn. 5.3.2010 19:12 Vona að viðræður haldi áfram eftir helgi Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. 5.3.2010 18:33 „Mottu-merki“ seld á kjörstað „Mottu-mars," mánaðarlangt átak Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein hefur farið vel af stað en fjölmargir karlmenn hafa sýnt átakinu stuðning með því að safna yfirvaraskeggi og skrá sig á vefsíðu átaksins. 5.3.2010 17:43 Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli Enn skelfur undir Eyjafjallajökli og hafa síðustu klukkutíma orðið á bilinu 20 til 30 jarðskjálftar á klukkustund, að sögn Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir að enginn skjálftanna hafi náð stærðinni tveir á Richter. 5.3.2010 16:46 Það var rétt að ráðast inn í Írak -Gordon Brown Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hélt fast við það í dag að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli. 5.3.2010 16:22 Forstjóri Flugstoða verður prófessor Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, tekur við stöðu prófessors í flugleiðsögutækni við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þegar hann lætur af starfi forstjóra Flugstoða í lok apríl. Hann verður jafnframt starfsmaður Flug-Kef ohf., hins nýja sameinaða fyrirtækis, sem tekur við starfsemi Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. 5.3.2010 16:19 Undirrituðu samkomulag um Landsmót hestamanna Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. 5.3.2010 16:08 Lögreglumenn lýsa yfir þungum áhyggjum Lögreglufélag Þingeyinga lýsir yfir þungum áhyggjum og megnri óánægju með seinagang og áhugaleysi í samningaviðræðum samninganefndar ríkisins við Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrr í dag. 5.3.2010 16:02 ASÍ skoðar vinnulag bankanna Á síðasta fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands var ákveðið að skipa tvo þriggja manna starfshópa, auk sérfræðinga sambandsins, sem fara munu í saumana á aðkomu bankanna að endurskipulagningu á fjárhag heimila og fyrirtækja. Frá þessu er greint á vef ASÍ. 5.3.2010 15:33 Tæplega 11 þúsund búnir að kjósa Skömmu eftir klukkan þrjú dag höfðu 10.614 greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. Þar af höfðu 6525 greitt atkvæði í Laugarhaldshöllinni, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur deildarstjóra hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Meira en hálftíma biðröð myndaðist seinnipartinn í dag við Laugardalshöllina en það er svipað því sem verið hefur undanfarin ár. 5.3.2010 15:30 Prinsessa í einelti Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul. 5.3.2010 14:54 Frumvarp um hópmálsóknir verði afgreitt sem fyrst Neytendasamtökin telja brýnt að frumvarp sem heimilar hópmálsóknir fái skjóta meðferð á Alþingi. Þingmenn allra flokka standa að frumvarpinu sem vísað var til annarrar umræðu í gær. Neytendasamtökin hafa á undangegnum árum vakið athygli á því að hér á landi skorti heimild til hópmálsóknar og því vona samtökin að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. 5.3.2010 14:47 Sjóræningjum mætt með skothríð Sómalskir sjóræningjar voru í dag hraktir frá þrem skipum sem þeir réðust á. 5.3.2010 14:41 Handrukkarar dæmdir í 15 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Brynjar Loga Þórisson og Mikael Má Pálsson í 15 mánaða fangelsi í dag fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar þegar þeir réðust inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar 2009. Þar ógnuðu þeir manninum með hníf og hótuðu honum stórfelldum líkamsmeiðingum yrði hann ekki við kröfum þeirra um peningagreiðslu vegna fíkniefnaskuldar hans. 5.3.2010 14:01 Íslendingur grunaður um morð í Danmörku Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn. 5.3.2010 14:00 Fannst látinn sunnan við Hveragerði Maðurinn sem saknað var frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og björgunarsveitarmenn leituðu að í nótt og í morgun fannst látinn sunnan við Hveragerði á ellefta tímanum í morgun. Talið er að hann hafi orðið úti, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 5.3.2010 13:16 Óvissustigi lýst yfir Vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hafa almannavarnir ákveðið að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, svokölluðu óvissustigi, sem einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísindamannaráð almannavarna fundaði um málið í hádeginu. 5.3.2010 12:50 Ekkert lát á skjálftahrinunni Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. 5.3.2010 12:18 Formenn stjórnarflokkanna kjósa ekki Íslendingar hafa ekki efni á að það dragist á langinn að ná nýjum samningum um Icesave að mati formanna stjórnarflokkanna. Hvorugur þeirra ætlar að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni en segja að með því séu þau ekki að skora á fólk að mæta ekki á kjörstað. 5.3.2010 12:02 Flóahreppur stefnir Svandísi vegna Urriðafossvirkjunar Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að höfða mál gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra til að ógilda ákvörðun hennar um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar. Sveitarstjórinn segir ráðherrann hafa vanvirt skipulagsvald sveitarfélaga. 5.3.2010 11:58 Samninganefndin kemur heim í dag Samninganefnd Íslands kemur heim frá London í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 5.3.2010 11:57 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs verkfalls Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðra verkfallsaðgerða íslenskra flugumferðarstjóra. Ef verkfallsaðgerðir þessar koma til framkvæmda munu þær trufla alvarlega flug til og frá landinu með miklum skaða fyrir flugfélög og ferðaþjónustuna í heild, að mati samtakanna. 5.3.2010 11:02 Breytt viðmið við mat á umsóknum um dvalar- og búsetuleyfi Útlendingastofnun mun héðan í frá byggja mat á viðmiðum um trygga framfærslu umsækjenda um dvalar- og búsetuleyfi á heildartekjum fyrir staðgreiðslu. Þetta er niðurstaða á endurskoðun Útlendingastofnunar á reikniaðferð sinni 5.3.2010 10:58 Síbrotamenn fengu skilorð Tveir síbrotamenn voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir fjölmörg brot, meðal annars innbrot og þjófnað. 5.3.2010 10:51 Ný ríkisstjórn skrifuð í skýin Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur að komið sé að leiðarlokum hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. Þau hafi framið pólitískt sjálfsmorð í Icesave málinu. Hann segir að ný ríkisstjórn sé skrifuð í skýin. 5.3.2010 10:32 Tyrkir æfir vegna atkvæðagreiðslu í Bandaríkjunum Tyrkir eru æfir af reiði yfir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 skuli skilgreint sem þjóðarmorð. 5.3.2010 10:30 Pálmi sér eftir mannorðinu - voru í typpakeppni Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segist bera ábyrgð á efnahagshruninu en að stærsti sökudólgurinn sé hið opinbera. Hann viðurkennir að hafa tekið þátt í siðferðilega vafasömum viðskiptum en að hann hafi ekki framið nein lögbrot. Pálmi segist sjá eftir mannorði sínu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í DV í dag. Hann segir að umsvifamiklir fjárfestar hafi verið í „typpakeppni.“ 5.3.2010 09:48 Stjórnvísi afhenti verðlaun Fjórir fengu afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi sem veitt voru í fyrsta sinn í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar. 5.3.2010 09:17 Gerir grein fyrir stuðningi sínum við Íraksstríðið Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, mun í dag bera vitni vegna rannsóknar á aðdraganda á þætti Breta í innrásinni í Írak árið 2003. Vitni hafa þegar sagt að Brown hafi átt stóran þátt í ákvörðuninni. Sjálfur sagði Brown að ástæða þess að hann hafi stutt innrásina hefði ekki verið grunur um að Írakar byggju yfir efnavopnum. Ástæðan hafi frekar verið sú að Írak hafi hunsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2010 08:05 Hvergerðingar svipist um eftir Jónasi Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti í gærkvöld til leitar að karlmanni á sextugsaldri sem saknað er frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. 5.3.2010 07:34 Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. 5.3.2010 07:10 Skotið á tvo lögreglumenn nærri Pentagon Skotið var á tvo lögreglumenn á neðanjarðarlestarstöð, nærri varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Lögreglumennirnir særðust í árásinni, en ekki er greint frá hversu alvarlega. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, særðist einnig i árásinni. 5.3.2010 07:06 Fjöldi skipa festist í Eystrasalti Um 50 skip hafa setið föst í ís í Eystrasalti frá því í gær. Fjögur skip hafa losnað með hjálp ísbrjóta. Sum þessara skipa sigldu í strand milli Stokkhólms og Álandseyja en önnur eru föst norðar, í Helsingjabotni. 5.3.2010 06:59 Sex verið teknir í stóru fíkniefnamáli Handtaka tæplega sjötugs burðardýrs fíkniefna á Keflavíkurflugvelli í febrúar hefur leitt til þess að fimm manns til viðbótar hafa verið handteknir. Lögregla telur málið tengjast umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi og sölu fíkniefna, meðal annars á Akureyri. 5.3.2010 06:00 Samgöngumiðstöð af stað í sumar Gangi allt eftir geta framkvæmdir vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri hafist í sumar. Hún mun standa við Hótel Loftleiðir. Möguleiki verður á tengingu á milli húsanna í framtíðinni. 5.3.2010 06:00 Hlutafélög hlífa fólki ekki við skattskyldu Skattskylda af niðurfellingum persónulegra ábyrgða fyrrverandi starfsfólks Kaupþings nær jafnt til þeirra sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bankanum á eigin kennitölu og þeirra sem stofnuðu sérstakt einkahlutafélag utan um skuldina. Þetta er meðal niðurstaðna í áliti Ríkisskattstjóra sem sent var Arion banka í þarsíðustu viku. 5.3.2010 06:00 Jóhanna ætlar að sitja heima Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. 5.3.2010 06:00 Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. 5.3.2010 06:00 Tíu þúsund tonn af loðnu á dagparti Heimamenn í Vestmannaeyjum höfðu það á orði á miðvikudag að stemningin við höfnina „væri eins og í gamla daga“, þegar sjö loðnuskip komu þar til löndunar á fáeinum klukkutímum. Afli skipanna var áætlaður um tíu þúsund tonn og fór allur í hrognatöku fyrir Japansmarkað. 5.3.2010 05:30 Synjun styrkir samningsstöðuna Það er nauðsynlegt að fella Icesave-lögin frá því í desemberlok úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Við það styrkist samningsstaða Íslands. 5.3.2010 04:15 Höfum gengið inn í hreinsunareldinn „Við Íslendingar höfum gengið inn í hreinsunareldinn,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum þegar gripið til harkalegs niðurskurðar og hækkað skatta til þess að rétta við skuldir ríkissjóðs. Við höfum gert upp gömlu bankana í sátt við lánardrottna þeirra og komið þeim í starfhæft form. Við erum að gera upp við orsakir bankahrunsins á vettvangi Alþingis og dómstóla.“ 5.3.2010 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vatnavextir í Ísafjarðardjúpi Vegagerðin varar ökumenn við að fara veginn um Ísafjarðardjúp vegna mikilla vatnavaxta. Vegir eru greiðfærir Á Suður- og Suðausturlandi og sama má segja um Vesturland. Þar er þó óveður í Kolgrafafirði. 5.3.2010 21:33
Ólafur kýs klukkan hálfellefu í fyrramálið Þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu óánægðir með komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu ætlar sá sem var þess valdandi að kosningunni var komið á ekki að sitja heima. 5.3.2010 20:25
Erlendir blaðamenn furða sig á skeytingarleysi gagnvart lýðræðinu Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna InDefense hópsins segist hafa orðið var við það síðustu daga að erlendir fjölmiðlamenn furði sig á því skeytingarleysi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer á morgun. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna er nú staddur hér til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og segir Ólafur að hann og hans menn hafi farið í yfir 200 viðtöl frá því forseti synjaði lögunum. 5.3.2010 19:30
Góð kjörsókn styrkir samningsstöðuna Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. 5.3.2010 19:13
Blönduóslöggan tálguð í spýtu Hin landsfræga Blönduóslögga er orðin uppspretta minjagripaframleiðslu. Listakona í bænum tálgar út lögreglumenn fyrir ökumenn til að hengja í baksýnisspegilinn. 5.3.2010 19:12
Vona að viðræður haldi áfram eftir helgi Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. 5.3.2010 18:33
„Mottu-merki“ seld á kjörstað „Mottu-mars," mánaðarlangt átak Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein hefur farið vel af stað en fjölmargir karlmenn hafa sýnt átakinu stuðning með því að safna yfirvaraskeggi og skrá sig á vefsíðu átaksins. 5.3.2010 17:43
Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli Enn skelfur undir Eyjafjallajökli og hafa síðustu klukkutíma orðið á bilinu 20 til 30 jarðskjálftar á klukkustund, að sögn Steinunnar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir að enginn skjálftanna hafi náð stærðinni tveir á Richter. 5.3.2010 16:46
Það var rétt að ráðast inn í Írak -Gordon Brown Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hélt fast við það í dag að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli. 5.3.2010 16:22
Forstjóri Flugstoða verður prófessor Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða, tekur við stöðu prófessors í flugleiðsögutækni við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þegar hann lætur af starfi forstjóra Flugstoða í lok apríl. Hann verður jafnframt starfsmaður Flug-Kef ohf., hins nýja sameinaða fyrirtækis, sem tekur við starfsemi Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. 5.3.2010 16:19
Undirrituðu samkomulag um Landsmót hestamanna Hestamannafélagið Fákur og Landssamband hestamannafélaga undirrituðu í dag samstarfssamning um að Landsmót hestamanna árið 2012 verði haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. 5.3.2010 16:08
Lögreglumenn lýsa yfir þungum áhyggjum Lögreglufélag Þingeyinga lýsir yfir þungum áhyggjum og megnri óánægju með seinagang og áhugaleysi í samningaviðræðum samninganefndar ríkisins við Landssamband lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins fyrr í dag. 5.3.2010 16:02
ASÍ skoðar vinnulag bankanna Á síðasta fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands var ákveðið að skipa tvo þriggja manna starfshópa, auk sérfræðinga sambandsins, sem fara munu í saumana á aðkomu bankanna að endurskipulagningu á fjárhag heimila og fyrirtækja. Frá þessu er greint á vef ASÍ. 5.3.2010 15:33
Tæplega 11 þúsund búnir að kjósa Skömmu eftir klukkan þrjú dag höfðu 10.614 greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. Þar af höfðu 6525 greitt atkvæði í Laugarhaldshöllinni, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur deildarstjóra hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Meira en hálftíma biðröð myndaðist seinnipartinn í dag við Laugardalshöllina en það er svipað því sem verið hefur undanfarin ár. 5.3.2010 15:30
Prinsessa í einelti Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul. 5.3.2010 14:54
Frumvarp um hópmálsóknir verði afgreitt sem fyrst Neytendasamtökin telja brýnt að frumvarp sem heimilar hópmálsóknir fái skjóta meðferð á Alþingi. Þingmenn allra flokka standa að frumvarpinu sem vísað var til annarrar umræðu í gær. Neytendasamtökin hafa á undangegnum árum vakið athygli á því að hér á landi skorti heimild til hópmálsóknar og því vona samtökin að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. 5.3.2010 14:47
Sjóræningjum mætt með skothríð Sómalskir sjóræningjar voru í dag hraktir frá þrem skipum sem þeir réðust á. 5.3.2010 14:41
Handrukkarar dæmdir í 15 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Brynjar Loga Þórisson og Mikael Má Pálsson í 15 mánaða fangelsi í dag fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar þegar þeir réðust inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar 2009. Þar ógnuðu þeir manninum með hníf og hótuðu honum stórfelldum líkamsmeiðingum yrði hann ekki við kröfum þeirra um peningagreiðslu vegna fíkniefnaskuldar hans. 5.3.2010 14:01
Íslendingur grunaður um morð í Danmörku Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn. 5.3.2010 14:00
Fannst látinn sunnan við Hveragerði Maðurinn sem saknað var frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og björgunarsveitarmenn leituðu að í nótt og í morgun fannst látinn sunnan við Hveragerði á ellefta tímanum í morgun. Talið er að hann hafi orðið úti, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 5.3.2010 13:16
Óvissustigi lýst yfir Vegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hafa almannavarnir ákveðið að virkja viðbragðsáætlun á fyrsta háskastigi, svokölluðu óvissustigi, sem einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísindamannaráð almannavarna fundaði um málið í hádeginu. 5.3.2010 12:50
Ekkert lát á skjálftahrinunni Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. 5.3.2010 12:18
Formenn stjórnarflokkanna kjósa ekki Íslendingar hafa ekki efni á að það dragist á langinn að ná nýjum samningum um Icesave að mati formanna stjórnarflokkanna. Hvorugur þeirra ætlar að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni en segja að með því séu þau ekki að skora á fólk að mæta ekki á kjörstað. 5.3.2010 12:02
Flóahreppur stefnir Svandísi vegna Urriðafossvirkjunar Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að höfða mál gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra til að ógilda ákvörðun hennar um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar. Sveitarstjórinn segir ráðherrann hafa vanvirt skipulagsvald sveitarfélaga. 5.3.2010 11:58
Samninganefndin kemur heim í dag Samninganefnd Íslands kemur heim frá London í dag, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 5.3.2010 11:57
Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs verkfalls Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðra verkfallsaðgerða íslenskra flugumferðarstjóra. Ef verkfallsaðgerðir þessar koma til framkvæmda munu þær trufla alvarlega flug til og frá landinu með miklum skaða fyrir flugfélög og ferðaþjónustuna í heild, að mati samtakanna. 5.3.2010 11:02
Breytt viðmið við mat á umsóknum um dvalar- og búsetuleyfi Útlendingastofnun mun héðan í frá byggja mat á viðmiðum um trygga framfærslu umsækjenda um dvalar- og búsetuleyfi á heildartekjum fyrir staðgreiðslu. Þetta er niðurstaða á endurskoðun Útlendingastofnunar á reikniaðferð sinni 5.3.2010 10:58
Síbrotamenn fengu skilorð Tveir síbrotamenn voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir fjölmörg brot, meðal annars innbrot og þjófnað. 5.3.2010 10:51
Ný ríkisstjórn skrifuð í skýin Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur að komið sé að leiðarlokum hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. Þau hafi framið pólitískt sjálfsmorð í Icesave málinu. Hann segir að ný ríkisstjórn sé skrifuð í skýin. 5.3.2010 10:32
Tyrkir æfir vegna atkvæðagreiðslu í Bandaríkjunum Tyrkir eru æfir af reiði yfir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 skuli skilgreint sem þjóðarmorð. 5.3.2010 10:30
Pálmi sér eftir mannorðinu - voru í typpakeppni Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segist bera ábyrgð á efnahagshruninu en að stærsti sökudólgurinn sé hið opinbera. Hann viðurkennir að hafa tekið þátt í siðferðilega vafasömum viðskiptum en að hann hafi ekki framið nein lögbrot. Pálmi segist sjá eftir mannorði sínu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í DV í dag. Hann segir að umsvifamiklir fjárfestar hafi verið í „typpakeppni.“ 5.3.2010 09:48
Stjórnvísi afhenti verðlaun Fjórir fengu afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi sem veitt voru í fyrsta sinn í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar. 5.3.2010 09:17
Gerir grein fyrir stuðningi sínum við Íraksstríðið Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, mun í dag bera vitni vegna rannsóknar á aðdraganda á þætti Breta í innrásinni í Írak árið 2003. Vitni hafa þegar sagt að Brown hafi átt stóran þátt í ákvörðuninni. Sjálfur sagði Brown að ástæða þess að hann hafi stutt innrásina hefði ekki verið grunur um að Írakar byggju yfir efnavopnum. Ástæðan hafi frekar verið sú að Írak hafi hunsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna. 5.3.2010 08:05
Hvergerðingar svipist um eftir Jónasi Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti í gærkvöld til leitar að karlmanni á sextugsaldri sem saknað er frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. 5.3.2010 07:34
Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. 5.3.2010 07:10
Skotið á tvo lögreglumenn nærri Pentagon Skotið var á tvo lögreglumenn á neðanjarðarlestarstöð, nærri varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Lögreglumennirnir særðust í árásinni, en ekki er greint frá hversu alvarlega. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, særðist einnig i árásinni. 5.3.2010 07:06
Fjöldi skipa festist í Eystrasalti Um 50 skip hafa setið föst í ís í Eystrasalti frá því í gær. Fjögur skip hafa losnað með hjálp ísbrjóta. Sum þessara skipa sigldu í strand milli Stokkhólms og Álandseyja en önnur eru föst norðar, í Helsingjabotni. 5.3.2010 06:59
Sex verið teknir í stóru fíkniefnamáli Handtaka tæplega sjötugs burðardýrs fíkniefna á Keflavíkurflugvelli í febrúar hefur leitt til þess að fimm manns til viðbótar hafa verið handteknir. Lögregla telur málið tengjast umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi og sölu fíkniefna, meðal annars á Akureyri. 5.3.2010 06:00
Samgöngumiðstöð af stað í sumar Gangi allt eftir geta framkvæmdir vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri hafist í sumar. Hún mun standa við Hótel Loftleiðir. Möguleiki verður á tengingu á milli húsanna í framtíðinni. 5.3.2010 06:00
Hlutafélög hlífa fólki ekki við skattskyldu Skattskylda af niðurfellingum persónulegra ábyrgða fyrrverandi starfsfólks Kaupþings nær jafnt til þeirra sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bankanum á eigin kennitölu og þeirra sem stofnuðu sérstakt einkahlutafélag utan um skuldina. Þetta er meðal niðurstaðna í áliti Ríkisskattstjóra sem sent var Arion banka í þarsíðustu viku. 5.3.2010 06:00
Jóhanna ætlar að sitja heima Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. 5.3.2010 06:00
Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. 5.3.2010 06:00
Tíu þúsund tonn af loðnu á dagparti Heimamenn í Vestmannaeyjum höfðu það á orði á miðvikudag að stemningin við höfnina „væri eins og í gamla daga“, þegar sjö loðnuskip komu þar til löndunar á fáeinum klukkutímum. Afli skipanna var áætlaður um tíu þúsund tonn og fór allur í hrognatöku fyrir Japansmarkað. 5.3.2010 05:30
Synjun styrkir samningsstöðuna Það er nauðsynlegt að fella Icesave-lögin frá því í desemberlok úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Við það styrkist samningsstaða Íslands. 5.3.2010 04:15
Höfum gengið inn í hreinsunareldinn „Við Íslendingar höfum gengið inn í hreinsunareldinn,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum þegar gripið til harkalegs niðurskurðar og hækkað skatta til þess að rétta við skuldir ríkissjóðs. Við höfum gert upp gömlu bankana í sátt við lánardrottna þeirra og komið þeim í starfhæft form. Við erum að gera upp við orsakir bankahrunsins á vettvangi Alþingis og dómstóla.“ 5.3.2010 04:00