Fleiri fréttir

Vill opinbera rannsókn á risaláni ríkisins til VBS Fjárfestingabankans

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, vill opinbera rannsókn á lánum ríkisins til VBS Fjárfestingabankans. Á bloggsíðu sinni skrifar Jón að eðlilegt sé að fram fari opinber rannsókn á því sem hann kallar milljarðafyrirgreiðslum Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.

Pólitískt líf Steingríms hangir á bláþræði

Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við.

Flugstoðir: Heildarlaun flugumferðastjóra tæp milljón

Heildarlaun flugumferðarstjóra eru ríflega 900.000 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en ekki 550-630 þúsund eins og kemur fram í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. mars, þetta kemur fram í tilkynningu sem Flugstoðir sendu frá sér vegna frétta um launakostnað flugumferðastjóra.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var átta ára gömul þegar brotin voru framin. Honum var gefið að sök að hafa þuklað kynfæri hennar innan og utan klæða og var hann sakfelldur fyrir það. Honum var einnig gefið að sök að hafa sleikt kynfæri stúlkunnar og stungið fingri inn í leggöng hennar en Hæstiréttur sýknaði manninn af þeim ásökunum. Maðurinn játaði fyrri brotin en neitaði hinum seinni staðfastlega.

Iðnaðarráðherra: Rúm fyrir stórframkvæmdir

Brýnasta viðfangsefnið um þessar mundir er að koma stórum verkum og smáum á skrið fyrir vorið til þess að bæta atvinnuástandið. Í hagkerfinu er rúm fyrir stórframkvæmdir á næstu misserum. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, á Iðnþingi í dag.

Dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu liðnir

Ég tel að dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu séu liðnir, sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um peningamálastefnu Seðlabankans á Alþingi í dag. Illugi segist telja að Seðlabanki Ísands geti ekki sett vaxtastig sitt eins og honum henti þegar búið sé að opna fyrir frjálst flæði fjármagns.

Borgarfulltrúar koma Sigrúnu Elsu til varnar

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að umfjöllun fjölmiðla um ferðakostnað Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa flokksins, í janúar hafi verið ósanngjörn og tekinn úr öllu samhengi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarfulltrúnum.

Endurreisninni haldið í gíslingu

Ungir jafnaðarmenn hvetja til lausnar Icesave málsins og benda á þann kostnað sem hlotist hefur af frestun málsins frá áramótum sem ekki sjái enn fyrir endann á.

Kanna áhrif niðurskurðar á líðan lækna

Allir starfandi læknar fengu í gær sendan spurningalista í tengslum við rannsókn á áhrifum niðurskurðar á líðan lækna hér á landi. Umfangsmikil langtímarannsókn í Noregi leiddi í ljós að þarlendir læknar eru óánægðari með lífið en aðrir starfshópar. Þeir eru einnig í mun meiri hættu á að fremja sjálfsvíg og misnota áfengi og lyf.

Svona á ekki að gera þetta

Framkvæmdastjóri NATO segir að aðgerðir bandalagsins í Afganistan geti þjónað sem módel fyrir hvernig á að bregðast við svipuðum átökum í framtíðinn.

Máli vísað frá vegna vanhæfis sýslumanns

Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá máli konu sem ákærð var fyrir brot gegn valdstjórninni. Hún var ákærð fyrir að hafa slegið lögreglukonu við skyldustörf í andlitið með þeim afleiðingum að mar hlaust af.

Góða ferð.........öll

Könnun sem breska fyrirtækið Rentokil gerði í breskum járnbrautarlestum hefur leitt í ljós að farþegar sem ferðast með þeim eru mun fleiri en vitað var um.

Hreyfingin með kosningavöku

Hreyfingin stendur fyrir kosningavöku á Hótel Reykjavík Centrum næstkomandi laugardag í tilefni af fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni í sögu lýðveldisins, að fram kemur í tilkynningu. Á laugardaginn fer fram atkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinni neitaði að staðfesta.

Formaður Samtaka iðnaðarins vill þjóðstjórn

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, vill að mynduð verði þjóðstjórn. Þjóðina skorti leiðtoga sem geta gefið raunhæfa von. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í dag.

Birkir kallar eftir stýrivaxtalækkun

Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir stýrivaxtalækkun á Alþingi í dag. Birkir var málshefjandi í umræðum um peningastefnu Seðlabanka Íslands.

Sumarhús Bakkabróður vekur athygli víða

Hið vægast sagt glæsilega sumarhús Lýðs Guðmundssonar sem oft er kenndur við Bakkavör hefur vakið þónokkra athygli á heimasíðum og í blöðum sem helga sig hönnun. Húsið er í Fljótshlíðinni og er teiknað af Guðmundi Jónssyni arkitekt sem búsettur er í Noregi.

Reynt til þrautar að ná samkomulagi

Reynt verður til þrautar í dag að ná að samkomulagi í Icesave deilunni. Samninganefnd Íslands hefur verið í óformlegum samskiptum við Breta í morgun en engir formlegir fundir hafa enn verið boðaðir. Stjórnarandstaðan ætlar að stöðva allar tilraunir til að aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Skora á landsmenn að kjósa á laugardaginn

Samtök Fullveldissinna skora á landsmenn að neyta atkvæðisréttar síns og greiða atkvæði um Icesave lögin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í morgun.

Alþingi kaus sérnefnd um stjórnarskrármál

Alþingi kaus sérnefnd um stjórnarskrármál klukkan ellefu. Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis er sérnefnd um stjórnarskrármál eins konar fastanefnd sem er jafnan kosin á þingi þegar fjalla þarf um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

Landsbankalagið fjarlægt af Youtube

Kynningarmyndskeið sem Landsbankinn lét nýlega gera og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur nú verið fjarlægt af vefsíðunni youtube.com þar sem hægt var að horfa á það í gær. Ef leitað er að myndskeiðinu á síðunni kemur aðeins upp yfirlýsing þar sem segir að það hafi verið fjarlægt að beiðni bankans.

Krakkar stjórna flugumferð -upptaka

Flugumferðarstjóra á Kennedy flugvelli hefur verið vikið tímabundið úr starfi og rannsókn fyrirskipuð á því að hann leyfði börnum sínum að taka þátt í umferðarstjórninni.

Danir vilja að Íslendingar borgi að fullu

45% Dana telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka. Þetta kemur fram í könnun MMR. Niðurstöðurnar í Danmörku eru frábrugðnar því sem kom í ljós í sambærilegum könnunum meðal almennings í Svíþjóð og Noregi þar sem fram kom að 21% Svía og 33% Norðmanna töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.

Tuttugu ár liðin frá sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa

Eftir viku verða liðin 20 ár frá því að þingið í Litháen ákvað að lýsa yfir sjálfstæði. Af því tilefni hefur utanríkismálanefnd Alþingis lagt fram tillögu um að Alþingi Íslendinga sendi Litháum sérstakar heillaóskir. Ísland var fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæði Litháen.

Slökkviliðsmenn segja Flugstoðir stefna mannslífum í hættu

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent frá sér harðorða ályktun varðandi viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Flugstoðir ehf. stefni mannslífum í hættu með því að gera einungis ráð fyrir tveimur slökkviliðsmönnum á vakt hverju sinni.

Telpan var ekki Madeleine

Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur sannreynt að lítil telpa sem sást á öryggismyndavél í stórmarkaði þar í landi var ekki Madeleine McCann.

Landskjörstjórn kemur saman

Landskjörstjórn kemur saman seinnipartinn á morgun vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á laugardaginn. Kjörstjórnin fundar aftur um miðjan dag á laugardag og aftur um kvöldið þegar talning atkvæða fer fram.

Neitar að upplýsa um ástæður þess að Venables var handtekinn

Jack Straw, dómsmálaráðherra Breta, segir að það þjóni ekki hagsmunum almennings að upplýst verði hvers vegna barnamorðinginn Jon Venables var handtekinn í fyrradag. Innanríkisráðherra Breta telur hins vegar að almenningur eigi rétt á að vita það.

Flaug Boeing 737 próflaus í 13 ár

Svíi á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn þegar að upp komst að hann hafði flogið Boeing 737 flugvélum á fölsku flugskirteini í þrettán ár.

Öflugir eftirskjálftar í Chile

Öflugir eftirskjálftar skóku Chile í gær á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 8,8 á Richter reið yfir á laugardag.

Kanna hvort Guðbjarni hefur reynt að komast úr landi

Strokufanginn af Litla Hrauni, sem skilaði sér ekki úr bæjarleyfi á laugardag, er enn ófundinn. Lögregla hefur fengið margar vísvbendingar um ferðir hans, en eftirgrennslan hefur engan árangur borið. Nú er meðal annars verið að skoða upptökur úr öryggismyndavélum í Leifsstöð, til að athuga hvort hann hefur reynt að komast úr landi.-

Innbrotsþjófur fluttur á slysadeild

Brotist var inn í fyrirtæki við Ármúla í Reykjavík í nótt. Lögregla fann þjófinn nokkru síðar og var hann skorinn á höndum eftir glerbrot. Hann var fyrst fluttur á Slysadeild Landsspítalans, þar sem gert var að sárum hans, og síðan á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Ekki liggur fyrir hverju hann stal.

Minnst sex skjálftar undir Eyjafjallajökli

Að minnstakosti sex jarðskjálftar urðu undir Eyjafjallajökli í nótt, en allir undir þremur á Richter. Töluvert hefur verið um smáskjálfta á þessum slóðum að undanförnu, en jarðvísindamenn telja það þó ekki vera gosóróa, þótt jarðskorpan virðist eitthvað vera að þenjast. Upptök skjálftanna eru á allt niður í tíu kílómetra dýpi.

Sjá næstu 50 fréttir