Vona að viðræður haldi áfram eftir helgi 5. mars 2010 18:33 Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. Samningaviðræðum Íslendinga, Breta og Hollendinga er lokið í bili án samkomulags. Leiðtogar stjórnarflokkanna segjast vongóð um að viðræðurnar geti hafist að nýju strax eftir helgi. Þau segja brýnt að ná samningum sem fyrst. „Við höfum mjög lítinn tíma til stefnu vegna þess að áhrifin af þessu eru mikil á efnahags- og atvinnulífið og þá uppbyggingu sem bíður að við náum þar niðurstöðu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Núgildandi Icesave lög séu í raun fallin úr gildi þar sem mun betra tilboð liggi á borðinu. Forsætisráðherra ætlar því ekki að mæta í þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun, enda engir skýrir kostir í boði. Með því sé hún ekki að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Það er hver og einn sem tekur sitt val í þessu efni. Þetta er mitt val og það getur verið að fleiri taki það. Ég yrði að minnsta kosti ekki hissa á því vegna þess að mér finnst borðleggjandi hvernig þessi þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara," sagði Jóhanna. Henni þætti dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins skuli vera með þessum hætti. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist svipaðrar skoðunar og forsætisráðherra. „Til þess að svona kosning þjóni í raun tilgangi þarf hún að mínu mati að uppfylla tvennt. Það þurfa að vera í boði einhverjir skýrir valkostir sem valið er um og það þarf að vera möguleg einhver lausn á einhverju viðfangsefni. Hvorugt er í boði í þessu tilviki eins og nú er málum háttað," sagði Steingrímur. Þegar hann var spurður að því að ef sú staða kæmi upp að samningur lægi fyrir sem stjórnarflokkarnir gætu sætt sig við en hluti eða öll stjórnarandstaðan gæti ekki sæst á, myndi ríkisstjórnin leggja slíkan samning fyrir Alþingi, svaraði Steingrímur: „Það er of snemmt að ræða þetta á þeim forsendum. Við skulum bara taka hvern dag fyrir sig. En ég bara skil þá eftir þá spurningu í loftinu hér mönnum til umhugsunar: Hvernig halda menn að það gangi að semja ef einhverjir eru í samningaliðinu sem vilja ekki semja". Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna telja að verulega hafi dregið saman með Íslendingum og viðsemjendum þeirra í Icesave deilunni og vona að samningaviðræður geti haldið áfram strax eftir helgina. Samningaviðræðum Íslendinga, Breta og Hollendinga er lokið í bili án samkomulags. Leiðtogar stjórnarflokkanna segjast vongóð um að viðræðurnar geti hafist að nýju strax eftir helgi. Þau segja brýnt að ná samningum sem fyrst. „Við höfum mjög lítinn tíma til stefnu vegna þess að áhrifin af þessu eru mikil á efnahags- og atvinnulífið og þá uppbyggingu sem bíður að við náum þar niðurstöðu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Núgildandi Icesave lög séu í raun fallin úr gildi þar sem mun betra tilboð liggi á borðinu. Forsætisráðherra ætlar því ekki að mæta í þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun, enda engir skýrir kostir í boði. Með því sé hún ekki að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Það er hver og einn sem tekur sitt val í þessu efni. Þetta er mitt val og það getur verið að fleiri taki það. Ég yrði að minnsta kosti ekki hissa á því vegna þess að mér finnst borðleggjandi hvernig þessi þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara," sagði Jóhanna. Henni þætti dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins skuli vera með þessum hætti. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist svipaðrar skoðunar og forsætisráðherra. „Til þess að svona kosning þjóni í raun tilgangi þarf hún að mínu mati að uppfylla tvennt. Það þurfa að vera í boði einhverjir skýrir valkostir sem valið er um og það þarf að vera möguleg einhver lausn á einhverju viðfangsefni. Hvorugt er í boði í þessu tilviki eins og nú er málum háttað," sagði Steingrímur. Þegar hann var spurður að því að ef sú staða kæmi upp að samningur lægi fyrir sem stjórnarflokkarnir gætu sætt sig við en hluti eða öll stjórnarandstaðan gæti ekki sæst á, myndi ríkisstjórnin leggja slíkan samning fyrir Alþingi, svaraði Steingrímur: „Það er of snemmt að ræða þetta á þeim forsendum. Við skulum bara taka hvern dag fyrir sig. En ég bara skil þá eftir þá spurningu í loftinu hér mönnum til umhugsunar: Hvernig halda menn að það gangi að semja ef einhverjir eru í samningaliðinu sem vilja ekki semja".
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira