Ekkert lát á skjálftahrinunni 5. mars 2010 12:18 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Mynd/Stefán Karlsson Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir jöklinum á sjöunda tímanum í morgun og svo varð annar upp á tæpa þrjá á níunda tímanum, en áður höfðu þeir ekki mælst yfir tveimur á Richter. Nú mælast 12 til 15 skjálftar á klukkustund. Viðbragðshópar Almannavarna og starfsmenn eldgosadeildar Veðurstofunnar komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og sveitarstjórnarmenn í grennd við jökulinn fara yfir neyðaráætlanir um rýmingu bæja og fleira. Heimamenn, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, segjast meðvitaðir um hættuna, en að þeir haldi þó ró sinni. En hverjar ætli að líkurnar á gosi séu? „Það eru miklu meiri líkur á því að þetta leiði til eldgoss heldur en fyrir nokkrum dögum. Eftir því sem þetta heldur lengur áfram aukast líkurnar á gosi. Það er við því búist að það gjósi í Eyjafjallajökli á næstu vikum þess vegna en það þarf ekkert að vera. Meirihlutinn af svona hrinum deyr út áður en til goss kemur," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Ef gos verður, er talið líklegt að mikil bráðnun verði í jöklinum og muni vatn annaðhvort flæða norður af jöklinum niður í Þórsmörk og út í Markarfljót, eða suður af jöklinum, niður Fjallagljúfur og niður á undirlendið. Síðast gaus í Eyjafjallajökli árið 1821. Tengdar fréttir Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. 5. mars 2010 07:10 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Mælir við rætur Eyjafjallsjökuls í landi Þorvaldseyrar, sýnir að land hefur hækkað um fimm sentímetra frá áramótum. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í jöklinum, sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring, og er skjálftatíðnin sú mesta sem mælst hefur til þessa. Viðbragðshópar Almannavarna sitja nú á fundi um málið. Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir jöklinum á sjöunda tímanum í morgun og svo varð annar upp á tæpa þrjá á níunda tímanum, en áður höfðu þeir ekki mælst yfir tveimur á Richter. Nú mælast 12 til 15 skjálftar á klukkustund. Viðbragðshópar Almannavarna og starfsmenn eldgosadeildar Veðurstofunnar komu saman til fundar klukkan ellefu í morgun og sveitarstjórnarmenn í grennd við jökulinn fara yfir neyðaráætlanir um rýmingu bæja og fleira. Heimamenn, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, segjast meðvitaðir um hættuna, en að þeir haldi þó ró sinni. En hverjar ætli að líkurnar á gosi séu? „Það eru miklu meiri líkur á því að þetta leiði til eldgoss heldur en fyrir nokkrum dögum. Eftir því sem þetta heldur lengur áfram aukast líkurnar á gosi. Það er við því búist að það gjósi í Eyjafjallajökli á næstu vikum þess vegna en það þarf ekkert að vera. Meirihlutinn af svona hrinum deyr út áður en til goss kemur," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Ef gos verður, er talið líklegt að mikil bráðnun verði í jöklinum og muni vatn annaðhvort flæða norður af jöklinum niður í Þórsmörk og út í Markarfljót, eða suður af jöklinum, niður Fjallagljúfur og niður á undirlendið. Síðast gaus í Eyjafjallajökli árið 1821.
Tengdar fréttir Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. 5. mars 2010 07:10 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. 5. mars 2010 07:10