Góð kjörsókn styrkir samningsstöðuna 5. mars 2010 19:13 Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. Ef marka má kannanir er nokkuð ljóst að Icesave lögin verða kofelld af þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það verður hins vegar kjörsóknin sem segir til um hvað þjóðin er upptekin af málinu og umhugað að koma skoðun sinni á framfæri. „Hún er gríðarlega mikilvæg og sérstaklega uppá að fá betri samning," segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Hreyfingarinnar. Þá sé þjóðaratkvæðagreiðslan mikilvæg til að sýna umheiminum að Íslendingar séu hughrakkir og vilji nota sín lýðræðislegu réttindi, sem margir öfundi þá af. Ekki eigi að taka mark á úrtölum um að atkvæðagreiðslan skipti ekki máli. Þá eigi að vera hægt að sinna endurreisn efnahagslífsins þótt samningar takist ekki á næstunni. „Ég tel að það skipti meginmáli að það komi skýr skilaboð út úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins. Þar skipti niðurstaðan máli og svo auðvitað kjörsóknin og hann skori á fólk að mæta á kjörstað. Bjarni segist vona að samningarnir verði felldir. Það sem taki við sé ferli þar sem ríkin reyni aftur að leiða fram niðurstöðu sem vonandi verði sanngjörn í þetta sinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir skipta miklu máli að þjóðaratkvæðagreiðslan heppnist vel af ýmsum ástæðum. „Í fyrsta lagi er þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan á lýðveldistímanum og hún mun hafa mikil áhrif á framhald þessarar lýðræðisþróunar beins lýðræðis. Svo þurfum við að senda sterk og skýr skilaboð út á við um afstöðu Íslendinga og skipta miklu máli um framhald samningaviðræðna," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur kannast við að margir vilji meina að enginn samningur sé nógu góður fyrir hann og Framsóknarflokkinn. Slíkar fullyrðingar eigi sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum. Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur mikið upp úr góðri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og segir hana styrkja samningsstöðu Íslendinga í Icesave málinu. Ef marka má kannanir er nokkuð ljóst að Icesave lögin verða kofelld af þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það verður hins vegar kjörsóknin sem segir til um hvað þjóðin er upptekin af málinu og umhugað að koma skoðun sinni á framfæri. „Hún er gríðarlega mikilvæg og sérstaklega uppá að fá betri samning," segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Hreyfingarinnar. Þá sé þjóðaratkvæðagreiðslan mikilvæg til að sýna umheiminum að Íslendingar séu hughrakkir og vilji nota sín lýðræðislegu réttindi, sem margir öfundi þá af. Ekki eigi að taka mark á úrtölum um að atkvæðagreiðslan skipti ekki máli. Þá eigi að vera hægt að sinna endurreisn efnahagslífsins þótt samningar takist ekki á næstunni. „Ég tel að það skipti meginmáli að það komi skýr skilaboð út úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins. Þar skipti niðurstaðan máli og svo auðvitað kjörsóknin og hann skori á fólk að mæta á kjörstað. Bjarni segist vona að samningarnir verði felldir. Það sem taki við sé ferli þar sem ríkin reyni aftur að leiða fram niðurstöðu sem vonandi verði sanngjörn í þetta sinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir skipta miklu máli að þjóðaratkvæðagreiðslan heppnist vel af ýmsum ástæðum. „Í fyrsta lagi er þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan á lýðveldistímanum og hún mun hafa mikil áhrif á framhald þessarar lýðræðisþróunar beins lýðræðis. Svo þurfum við að senda sterk og skýr skilaboð út á við um afstöðu Íslendinga og skipta miklu máli um framhald samningaviðræðna," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur kannast við að margir vilji meina að enginn samningur sé nógu góður fyrir hann og Framsóknarflokkinn. Slíkar fullyrðingar eigi sér hins vegar enga stoð í raunveruleikanum.
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Sjá meira