Fleiri fréttir Stefnir í þriggja daga verkfall hjá British Airways Þúsundir Breta í ferðahugleiðingum reyna nú að breyta áætlunum sínum til þess að lenda ekki í verkfalli sem flugliðar hjá British Airways hafa boðað á næsta laugardag. 13.3.2010 13:15 Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð á Vallavegi um tíu kílómetra sunnan við Egilsstaði laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglu bar slysið að með þeim hætti að ökumaðurinn ók út af veginum. Ökumaðurinn, maður á þrítugsaldri, var látinn þegar að var komið. 13.3.2010 13:04 Fundað um skuldavanda heimilanna Þverpólitísk starfsnefnd Alþingis um skuldavanda heimilanna fundar með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bankasýslu ríkisins í næstu viku. 13.3.2010 12:06 Botninum náð síðar á þessu ári Hagkerfið á síðasta ári var 100 milljörðum króna stærra en spár gerðu ráð fyrir að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann telur allar líkur á því að botni kreppunnar verði náð síðar á þessu ári. 13.3.2010 12:03 Aðlögun þjóðarbúsins gengið vonum framar Samdráttur í þjóðarframleiðslu Finna og Dana var meiri en hjá Íslendingum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands en þar er fjallað um samdrátt efnahagslífsins hér á landi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar og aðrar vestrænar þjóðir. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist hafa gengið vonum framar. 13.3.2010 11:36 Fínt skíðafæri fyrir norðan Þeir sem eru staddir á Norðurlandi geta brugðið sér á skíði í dag því opið er í Hlíðarfjalli og á Dalvík. Í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan 10 - 16 og í morgun var þar tveggja stiga frost og nægur snjór í fjallinu. 13.3.2010 10:43 Dómnefnd skipuð um nýjan spítala Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna samkeppni um nýjan Landspítala sem hófst formlega í gær þegar Ríkiskaup afhentu hönnunarteymunum fimm sem urðu hlutskörpust í forvalinu frekari gögn. 13.3.2010 10:28 Grikkir fá risalán frá ESB Evrópusambandið ætlar að veita Grikkjum neyðarlán upp á allt 25 milljarða Evra. Þetta er fullyrt í breska blaðinu The Guardian í dag. 13.3.2010 10:23 Óverulegt tjón í vatnsleka í HR Slökkviliðið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í nýbbyggingu Háskólans í Reykjavík. Að sögn vakstjóra varð ekki mikið tjón af völdum lekans en hann kom upp í þeim hluta byggingarinnar sem ekki hefur verið tekinn í notkun. 13.3.2010 09:53 Þrír á slysadeild eftir bílveltu í Ártúnsbrekku Þrír voru fluttir á slysadeild þegar bíll valt í Ártúnsbrekkunni rétt eftir miðnættið. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að bílstjóri missti stjórrn á bíl sínum sem rakst utan í annan bíl og valt síðan. Tveir voru fluttir á slysadeild úr bílnum sem ekið var á auk bílstjóra bílsins sem valt. Meiðsli þeirra munu hafa verið óveruleg. 13.3.2010 09:48 Tilkynnt um fjögur innbrot eftir nóttina Tilkynnt var um fjögur innbrot í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þjófar virðast hafa haft sérstakan augastað á Snælandsvídeó-keðjunni því brotist var inn í tvær sjoppur sem bera það nafn. Annað innbrotið var í Núpalind í Kópavogi en hitt í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu og er þeirra leitað. 13.3.2010 09:47 Húðkrabbi ekki einkamál unga fólksins Eldri borgurum sem leita læknisaðstoðar vegna húðkrabbameins fer fjölgandi, segir Baldur Tumi Baldursson húðlæknir. Hann segir að húðkrabbamein séu síður en svo einkamál unga fólksins. 13.3.2010 08:30 Bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs Nemendum í Menntaskólanum við Sund verður gert kleift að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur árum í stað fjögurra frá og með næsta hausti. Þá verður tekið upp lotubundið bekkjarkerfi í stað hins hefðbundna. Önnum verður fjölgað úr tveimur í fjórar. Það þýðir, að sögn Más Vilhjálmssonar skólastjóra, að nemendur eru í færri námsgreinum á önn en eru í fleiri kennslustundum í greininni á meðan námið stendur yfir. 13.3.2010 08:00 Bauð Önnu bensín á bílinn eða barnapíu „Ég fékk hringingu frá honum Magnúsi Scheving, takk,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir, sem hætti við að fara á fyrirhugaða Latabæjarhátíð vegna þess að borga þarf fullt aðgöngumiðaverð fyrir alla, líka níu mánaða börn. Anna Vallý hugðist fara með níu mánaða dóttur sína í fanginu á 13.3.2010 07:00 Brot Ásbjörns ekki rannsakað Viðurkennt lögbrot Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verður ekki rannsakað af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, enda gera refsiákvæði kröfu um að ásetningur hafi legið að baki, svo refsa megi fyrir brotið. 13.3.2010 07:00 Ellefu þúsund störf töpuðust í hruninu Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam 13.3.2010 06:00 Milljón manna mótmælaganga Taílendingar búa sig enn á ný undir fjöldamótmæli sem óttast er að geti snúist upp í óeirðir og átök við lögreglu og her. Að þessu sinni eru það 13.3.2010 06:00 Myndum ekki tapa dómsmáli um Icesave Formaður Sjálfstæðisflokksins segir breska og hollenska ráðamenn sýna Íslendingum hroka og yfirlæti. Samninganefndir ríkjanna gangi einnig fram af mikilli hörku. Hann gagnrýnir íslensku ríkisstjórnina fyrir að ganga í öðrum takti en þjóðin. Mat hans er að það sé að losna um stífnina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi. 13.3.2010 04:00 Við erum í aðalatriðum sama þjóðin „Við verðum að finna lausnir á loftslagsvandanum áður en við lendum í frjálsu falli,“ segir Mohammed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem staddur er í stuttri heimsókn hér á landi. 13.3.2010 04:00 Fann flöskuskeyti eftir 23 ár Árið 1987 sendi hinn 11 ára gamli Marko Bode frá sér flöskuskeyti. Í skeytinu óskaði hann sér þess að móttakandinn yrði pennivinur hans. Jyllands Posten segir líkur til þess að Bode geti núna orðið að ósk sinni. 12.3.2010 20:57 Ellefu ára barni boðið að reykja hass Ellefu ára gömlu barni í Austurbæjarskóla var boðið að reykja hass. Þá hefur þrálátur orðrómur verið um að fíkniefnaneyslu nemenda í Tækniskólanum í 12.3.2010 18:02 SUSarar vilja eyða óvssu um kvótann Mikilvægt er að eyða þeirri pólitísku óvissu sem gildir um eignarrétt yfir auðlindum sjávar, segir Samband ungra sjálfstæðismanna í ályktun sem stjórn sambandsins sendi frá sér í dag. 12.3.2010 19:09 Íslenskur sjúkraflutningamaður til aðstoðar í Haítí Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun, laugardaginn 13. mars, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. 12.3.2010 18:13 Danska stjórnin kýs gegn eigin frumvarpi Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, ætlar að kjósa gegn stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fyrir danska þingið i næstu viku um að samkynhneigðum pörum verði leyft að ættleiða börn. 12.3.2010 17:20 Forsætisráðherra fundaði með þýskum þingmönnum um Evrópumál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundaði í dag með sendinefnd frá Evrópunefnd þýska þingsins.Forsætisráðuneytið segir að nefndin muni fjalla um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, áður en kanslari 12.3.2010 17:11 Brown huggaði Sarkozy Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti brást reiður við þegar hann var spurður um hjónaband sitt og Cörlu Bruni á blaðamannafundi í Lundúnum. 12.3.2010 16:22 Jarðskjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti sem mældist upp á 3,4 á richter reið yfir Vatnajökul rétt fyrir klukkan þrjú í dag. 12.3.2010 15:58 Fimmtíu hálshöggnir víkingar Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfir fimmtíu afhöfðaðar beinagrindur sem fundust í fjöldagröf í Dorset á síðasta ári séu af víkingum. 12.3.2010 15:47 Eldsvoði reyndist vera pítsubakarar Sjúkraflutningamenn hafa farið í 30 útköll í dag þar af tvö útköll út á land. Rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu í dag en þeir fengu eitt útkall í morgun um eldsvoða á pítsustað í miðborginni. 12.3.2010 15:31 Danmarks Radio segir Indefence pólitísk samtök Í þætti á ríkisútvarpi Danmerkur, Denmarks Radio, eru Indefence samtökin sögð vera pólitísk og í harðri baráttu um völdin á Íslandi. 12.3.2010 15:10 Þegi þú Norðmaður Fjölmiðlar í Afríkuríkinu Malawi eru foxillir út í Erik Solheim þróunarráðherra Noregs fyrir að vekja máls á ofsóknum gegn samkynhneigðum í landinu. 12.3.2010 15:01 Egill vill verða dagskrástjóri RÚV Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefur sótt um stöðu dagskrástjóra RÚV en alls sóttu 37 einstaklingar um starfið og eru margir þeirra þjóðkunnir. 12.3.2010 14:55 Slitnað upp úr samningaviðræðum við flugvirkja Samningaviðræður á milli flugvirkja og Icelandair hófst klukkan tíu í morgun en upp úr viðræðunum slitnaði nú um tvö leytið og hefur ekki verið boðaður nýr fundur. 12.3.2010 14:51 Neyðarhringing sjö ára gutta -upptaka Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans. 12.3.2010 14:16 Ók ölvuð til lögreglunnar og bað hana um aka sér heim Kona á fimmtugsaldri var dæmd fyrri ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan kom á lögreglustöðina í júlí á síðasta ári sjáanlega mjög ölvuð, og tók þar á móti henni lögreglumaður. Bað konan lögreglumanninn um að aka sér heim á bifreið hennar vegna þess að hún væri ekki í ástandi til þess að aka sjálf. 12.3.2010 14:15 Vistmenn fá allt að 6 milljónir í sanngirnisbætur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum. 12.3.2010 13:30 Flugumferðastjórar setjast við samningaborðið Flugumferðastjórar auk viðsemjanda, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hittast hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag. Til stóð að setja lögbann á verkfall flugumferðarstjóra í gær en til þess kom ekki þar sem verkfallinu var aflýst og lýst var yfir vilja til þess að semja. 12.3.2010 13:28 Dæmdir fyrir að stela og eyðileggja bíl Karlmaður var dæmdur í morgun í mánaðarlangt fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands fyrir eignarspjöll og þjófnað. Þá var annar maður einnig einnig dæmdur fyrir eignaspjöll og játaði hann skýlaust. Hann var dæmdur til þess að greiða 40 þúsund krónur í sekt. 12.3.2010 13:19 Þrotabú Baugs vill „miskabætur“ til baka vegna fjársvikamáls Þrotabú Baugs hefur höfðað riftunarmál gegn lögfræðingnum Karli Georg Sigurbjörnssyni vegna starfa hans fyrir A Holding. 12.3.2010 12:50 „Ákveðin stílbrögð í pólitík og gaman af því“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist orðinn þreyttur á því kjaftæði að ríkisstjórnin sé ekkert að gera, eins og hann orðar það. Steingrímur beitti "sérstökum stílbrögðum" mati formanns Samtaka iðnaðarins þegar hann bað nafngreinda menn sem hafa gagnrýnt ríkisstjórnina um standa upp á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun. 12.3.2010 12:11 Engar breytingar gerðar á ráðherraliðinu á næstu vikum Engar breytingar verðar gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstu vikum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann útilokar þó ekki að Ögmundur Jónasson setjist í ráðherrastól síðar á kjörtímabilinu. 12.3.2010 12:10 Varðskipið minna laskað en óttast var í fyrstu Talið er að nýja varðskipið Þór sé minna laskað en óttast var í fyrstu eftir flóðbylgjuna sem kom í kjölfar jarðskjálftanna í Chile nýverið. Það verður sjósett aftur á morgun og allsherjarúttekt verður gerð á því í næstu viku. 12.3.2010 12:09 Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga Opnað hefur verið fyrir vefframtal á vef ríkisskattstjóra en lokaskil á framtali eru 26. mars næstkomandi. Veflyklar og skattframtöl á pappír berast í pósti á næstu dögum. Innistæður á bankabókum og skuldir hjá bönkum eru forskráðar í skattaframtalinu, sem auðvelda ætti vinnuna. 12.3.2010 11:51 Jóhanna kynnir frumvarp um bætur vegna illrar meðferðar á börnum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með fréttamönnum eftir hádegi til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn. 12.3.2010 11:18 Fjárdrátturinn í sendiráðinu í Vín enn til skoðunar Mál konu sem grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna á meðan hún starfaði sem bókari í sendiráði Íslands í Vínarborg er enn til rannsóknar, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hann segir að rannsóknin hafi gengið afar vel og að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 12.3.2010 11:10 Sjá næstu 50 fréttir
Stefnir í þriggja daga verkfall hjá British Airways Þúsundir Breta í ferðahugleiðingum reyna nú að breyta áætlunum sínum til þess að lenda ekki í verkfalli sem flugliðar hjá British Airways hafa boðað á næsta laugardag. 13.3.2010 13:15
Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð á Vallavegi um tíu kílómetra sunnan við Egilsstaði laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglu bar slysið að með þeim hætti að ökumaðurinn ók út af veginum. Ökumaðurinn, maður á þrítugsaldri, var látinn þegar að var komið. 13.3.2010 13:04
Fundað um skuldavanda heimilanna Þverpólitísk starfsnefnd Alþingis um skuldavanda heimilanna fundar með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bankasýslu ríkisins í næstu viku. 13.3.2010 12:06
Botninum náð síðar á þessu ári Hagkerfið á síðasta ári var 100 milljörðum króna stærra en spár gerðu ráð fyrir að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann telur allar líkur á því að botni kreppunnar verði náð síðar á þessu ári. 13.3.2010 12:03
Aðlögun þjóðarbúsins gengið vonum framar Samdráttur í þjóðarframleiðslu Finna og Dana var meiri en hjá Íslendingum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands en þar er fjallað um samdrátt efnahagslífsins hér á landi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar og aðrar vestrænar þjóðir. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist hafa gengið vonum framar. 13.3.2010 11:36
Fínt skíðafæri fyrir norðan Þeir sem eru staddir á Norðurlandi geta brugðið sér á skíði í dag því opið er í Hlíðarfjalli og á Dalvík. Í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan 10 - 16 og í morgun var þar tveggja stiga frost og nægur snjór í fjallinu. 13.3.2010 10:43
Dómnefnd skipuð um nýjan spítala Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna samkeppni um nýjan Landspítala sem hófst formlega í gær þegar Ríkiskaup afhentu hönnunarteymunum fimm sem urðu hlutskörpust í forvalinu frekari gögn. 13.3.2010 10:28
Grikkir fá risalán frá ESB Evrópusambandið ætlar að veita Grikkjum neyðarlán upp á allt 25 milljarða Evra. Þetta er fullyrt í breska blaðinu The Guardian í dag. 13.3.2010 10:23
Óverulegt tjón í vatnsleka í HR Slökkviliðið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í nýbbyggingu Háskólans í Reykjavík. Að sögn vakstjóra varð ekki mikið tjón af völdum lekans en hann kom upp í þeim hluta byggingarinnar sem ekki hefur verið tekinn í notkun. 13.3.2010 09:53
Þrír á slysadeild eftir bílveltu í Ártúnsbrekku Þrír voru fluttir á slysadeild þegar bíll valt í Ártúnsbrekkunni rétt eftir miðnættið. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að bílstjóri missti stjórrn á bíl sínum sem rakst utan í annan bíl og valt síðan. Tveir voru fluttir á slysadeild úr bílnum sem ekið var á auk bílstjóra bílsins sem valt. Meiðsli þeirra munu hafa verið óveruleg. 13.3.2010 09:48
Tilkynnt um fjögur innbrot eftir nóttina Tilkynnt var um fjögur innbrot í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þjófar virðast hafa haft sérstakan augastað á Snælandsvídeó-keðjunni því brotist var inn í tvær sjoppur sem bera það nafn. Annað innbrotið var í Núpalind í Kópavogi en hitt í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu og er þeirra leitað. 13.3.2010 09:47
Húðkrabbi ekki einkamál unga fólksins Eldri borgurum sem leita læknisaðstoðar vegna húðkrabbameins fer fjölgandi, segir Baldur Tumi Baldursson húðlæknir. Hann segir að húðkrabbamein séu síður en svo einkamál unga fólksins. 13.3.2010 08:30
Bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs Nemendum í Menntaskólanum við Sund verður gert kleift að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur árum í stað fjögurra frá og með næsta hausti. Þá verður tekið upp lotubundið bekkjarkerfi í stað hins hefðbundna. Önnum verður fjölgað úr tveimur í fjórar. Það þýðir, að sögn Más Vilhjálmssonar skólastjóra, að nemendur eru í færri námsgreinum á önn en eru í fleiri kennslustundum í greininni á meðan námið stendur yfir. 13.3.2010 08:00
Bauð Önnu bensín á bílinn eða barnapíu „Ég fékk hringingu frá honum Magnúsi Scheving, takk,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir, sem hætti við að fara á fyrirhugaða Latabæjarhátíð vegna þess að borga þarf fullt aðgöngumiðaverð fyrir alla, líka níu mánaða börn. Anna Vallý hugðist fara með níu mánaða dóttur sína í fanginu á 13.3.2010 07:00
Brot Ásbjörns ekki rannsakað Viðurkennt lögbrot Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verður ekki rannsakað af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, enda gera refsiákvæði kröfu um að ásetningur hafi legið að baki, svo refsa megi fyrir brotið. 13.3.2010 07:00
Ellefu þúsund störf töpuðust í hruninu Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam 13.3.2010 06:00
Milljón manna mótmælaganga Taílendingar búa sig enn á ný undir fjöldamótmæli sem óttast er að geti snúist upp í óeirðir og átök við lögreglu og her. Að þessu sinni eru það 13.3.2010 06:00
Myndum ekki tapa dómsmáli um Icesave Formaður Sjálfstæðisflokksins segir breska og hollenska ráðamenn sýna Íslendingum hroka og yfirlæti. Samninganefndir ríkjanna gangi einnig fram af mikilli hörku. Hann gagnrýnir íslensku ríkisstjórnina fyrir að ganga í öðrum takti en þjóðin. Mat hans er að það sé að losna um stífnina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi. 13.3.2010 04:00
Við erum í aðalatriðum sama þjóðin „Við verðum að finna lausnir á loftslagsvandanum áður en við lendum í frjálsu falli,“ segir Mohammed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem staddur er í stuttri heimsókn hér á landi. 13.3.2010 04:00
Fann flöskuskeyti eftir 23 ár Árið 1987 sendi hinn 11 ára gamli Marko Bode frá sér flöskuskeyti. Í skeytinu óskaði hann sér þess að móttakandinn yrði pennivinur hans. Jyllands Posten segir líkur til þess að Bode geti núna orðið að ósk sinni. 12.3.2010 20:57
Ellefu ára barni boðið að reykja hass Ellefu ára gömlu barni í Austurbæjarskóla var boðið að reykja hass. Þá hefur þrálátur orðrómur verið um að fíkniefnaneyslu nemenda í Tækniskólanum í 12.3.2010 18:02
SUSarar vilja eyða óvssu um kvótann Mikilvægt er að eyða þeirri pólitísku óvissu sem gildir um eignarrétt yfir auðlindum sjávar, segir Samband ungra sjálfstæðismanna í ályktun sem stjórn sambandsins sendi frá sér í dag. 12.3.2010 19:09
Íslenskur sjúkraflutningamaður til aðstoðar í Haítí Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun, laugardaginn 13. mars, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. 12.3.2010 18:13
Danska stjórnin kýs gegn eigin frumvarpi Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, ætlar að kjósa gegn stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fyrir danska þingið i næstu viku um að samkynhneigðum pörum verði leyft að ættleiða börn. 12.3.2010 17:20
Forsætisráðherra fundaði með þýskum þingmönnum um Evrópumál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundaði í dag með sendinefnd frá Evrópunefnd þýska þingsins.Forsætisráðuneytið segir að nefndin muni fjalla um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, áður en kanslari 12.3.2010 17:11
Brown huggaði Sarkozy Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti brást reiður við þegar hann var spurður um hjónaband sitt og Cörlu Bruni á blaðamannafundi í Lundúnum. 12.3.2010 16:22
Jarðskjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti sem mældist upp á 3,4 á richter reið yfir Vatnajökul rétt fyrir klukkan þrjú í dag. 12.3.2010 15:58
Fimmtíu hálshöggnir víkingar Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfir fimmtíu afhöfðaðar beinagrindur sem fundust í fjöldagröf í Dorset á síðasta ári séu af víkingum. 12.3.2010 15:47
Eldsvoði reyndist vera pítsubakarar Sjúkraflutningamenn hafa farið í 30 útköll í dag þar af tvö útköll út á land. Rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu í dag en þeir fengu eitt útkall í morgun um eldsvoða á pítsustað í miðborginni. 12.3.2010 15:31
Danmarks Radio segir Indefence pólitísk samtök Í þætti á ríkisútvarpi Danmerkur, Denmarks Radio, eru Indefence samtökin sögð vera pólitísk og í harðri baráttu um völdin á Íslandi. 12.3.2010 15:10
Þegi þú Norðmaður Fjölmiðlar í Afríkuríkinu Malawi eru foxillir út í Erik Solheim þróunarráðherra Noregs fyrir að vekja máls á ofsóknum gegn samkynhneigðum í landinu. 12.3.2010 15:01
Egill vill verða dagskrástjóri RÚV Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefur sótt um stöðu dagskrástjóra RÚV en alls sóttu 37 einstaklingar um starfið og eru margir þeirra þjóðkunnir. 12.3.2010 14:55
Slitnað upp úr samningaviðræðum við flugvirkja Samningaviðræður á milli flugvirkja og Icelandair hófst klukkan tíu í morgun en upp úr viðræðunum slitnaði nú um tvö leytið og hefur ekki verið boðaður nýr fundur. 12.3.2010 14:51
Neyðarhringing sjö ára gutta -upptaka Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans. 12.3.2010 14:16
Ók ölvuð til lögreglunnar og bað hana um aka sér heim Kona á fimmtugsaldri var dæmd fyrri ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan kom á lögreglustöðina í júlí á síðasta ári sjáanlega mjög ölvuð, og tók þar á móti henni lögreglumaður. Bað konan lögreglumanninn um að aka sér heim á bifreið hennar vegna þess að hún væri ekki í ástandi til þess að aka sjálf. 12.3.2010 14:15
Vistmenn fá allt að 6 milljónir í sanngirnisbætur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum. 12.3.2010 13:30
Flugumferðastjórar setjast við samningaborðið Flugumferðastjórar auk viðsemjanda, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hittast hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag. Til stóð að setja lögbann á verkfall flugumferðarstjóra í gær en til þess kom ekki þar sem verkfallinu var aflýst og lýst var yfir vilja til þess að semja. 12.3.2010 13:28
Dæmdir fyrir að stela og eyðileggja bíl Karlmaður var dæmdur í morgun í mánaðarlangt fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands fyrir eignarspjöll og þjófnað. Þá var annar maður einnig einnig dæmdur fyrir eignaspjöll og játaði hann skýlaust. Hann var dæmdur til þess að greiða 40 þúsund krónur í sekt. 12.3.2010 13:19
Þrotabú Baugs vill „miskabætur“ til baka vegna fjársvikamáls Þrotabú Baugs hefur höfðað riftunarmál gegn lögfræðingnum Karli Georg Sigurbjörnssyni vegna starfa hans fyrir A Holding. 12.3.2010 12:50
„Ákveðin stílbrögð í pólitík og gaman af því“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist orðinn þreyttur á því kjaftæði að ríkisstjórnin sé ekkert að gera, eins og hann orðar það. Steingrímur beitti "sérstökum stílbrögðum" mati formanns Samtaka iðnaðarins þegar hann bað nafngreinda menn sem hafa gagnrýnt ríkisstjórnina um standa upp á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun. 12.3.2010 12:11
Engar breytingar gerðar á ráðherraliðinu á næstu vikum Engar breytingar verðar gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstu vikum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann útilokar þó ekki að Ögmundur Jónasson setjist í ráðherrastól síðar á kjörtímabilinu. 12.3.2010 12:10
Varðskipið minna laskað en óttast var í fyrstu Talið er að nýja varðskipið Þór sé minna laskað en óttast var í fyrstu eftir flóðbylgjuna sem kom í kjölfar jarðskjálftanna í Chile nýverið. Það verður sjósett aftur á morgun og allsherjarúttekt verður gerð á því í næstu viku. 12.3.2010 12:09
Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga Opnað hefur verið fyrir vefframtal á vef ríkisskattstjóra en lokaskil á framtali eru 26. mars næstkomandi. Veflyklar og skattframtöl á pappír berast í pósti á næstu dögum. Innistæður á bankabókum og skuldir hjá bönkum eru forskráðar í skattaframtalinu, sem auðvelda ætti vinnuna. 12.3.2010 11:51
Jóhanna kynnir frumvarp um bætur vegna illrar meðferðar á börnum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með fréttamönnum eftir hádegi til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn. 12.3.2010 11:18
Fjárdrátturinn í sendiráðinu í Vín enn til skoðunar Mál konu sem grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna á meðan hún starfaði sem bókari í sendiráði Íslands í Vínarborg er enn til rannsóknar, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hann segir að rannsóknin hafi gengið afar vel og að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 12.3.2010 11:10