Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 13:02 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Sýn Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“ Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“
Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira