Erlent

Danska stjórnin kýs gegn eigin frumvarpi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Barfoed dómsmálaráðherra Danmerkur. Mynd/ AFP.
Lars Barfoed dómsmálaráðherra Danmerkur. Mynd/ AFP.
Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, ætlar að kjósa gegn stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fyrir danska þingið i næstu viku um að samkynhneigðum pörum verði leyft að ættleiða börn.

Afgreiðsla málsins verður svolítið frábrugðin mörgum öðrum málum sem fara fyrir þingið enda er búist við að fleiri úr ríkisstjórninni greiði atkvæði gegn frumvarpinu sem þeir samþykktu sjálfir að færi fyrir þingið. Slíkt er þó ekki alveg óþekkt í dönskum stjórnmálum þegar um er að ræða frumvörp sem fela í sér stórar siðferðilegar spurningar.

Lars Barfoed dómsmálaráðherra segir að það séu sannarlega merkilegar aðstæður að leggja fram frumvarp sem maður mun svo sjálfur greiða atkvæði gegn. Hann ítrekar þó að ríkisstjórnin muni kjósa gegn því. „Mér finnst það vera algert grundvallaratriði að barn eigi bæði móðir og faðir," segir Barfoed við Danmarks Radio.

Hér á Íslandi hafa þegar verið samþykkt lög sem leyfa samkynhneigðu fólki að ættleiða börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×