Erlent

Milljón manna mótmælaganga

Með höfuðbúnað í líkingu minnismerkis um lýðræði í Bangkok. fréttablaðið/AP
Með höfuðbúnað í líkingu minnismerkis um lýðræði í Bangkok. fréttablaðið/AP
Taílendingar búa sig enn á ný undir fjöldamótmæli sem óttast er að geti snúist upp í óeirðir og átök við lögreglu og her. Að þessu sinni eru það hinir rauðklæddu stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forseta, sem ætla að fjölmenna um helgina til að krefjast þess að núverandi stjórn segi af sér.

Fyrstu mótmælaaðgerðirnar voru í gær en skipuleggjendur stefna á mótmælagöngu milljón manna í höfuðborginni Bangkok á sunnudag.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×