Erlent

Stefnir í þriggja daga verkfall hjá British Airways

Þúsundir Breta í ferðahugleiðingum reyna nú að breyta áætlunum sínum til þess að lenda ekki í verkfalli sem flugliðar hjá British Airways hafa boðað á næsta laugardag.

Slitnað hefur upp úr viðræðum á milli samningsaðila og er því búist við að þúsundir starfsmanna BA leggi niður störf í þrjá daga. Forstjóri British Airways, Willie Walsh, skrifaði harðorða grein í breska blaðið Daily Mail þar sem hann ásakar verkalýðsforkólfa um að vera fasta í tímaskekkju og að þeir skeyti ekkert um venjulegt fólk.

Hann segir einnig ljóst að starfsmennirnir átti sig ekkert á þeim erfiðleikum sem BA glímir nú við en efnahagskreppan hefur bitnað hart á flugfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×