Innlent

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð á Vallavegi um tíu kílómetra sunnan við Egilsstaði laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglu bar slysið að með þeim hætti að ökumaðurinn ók út af veginum. Ökumaðurinn, maður á þrítugsaldri, var látinn þegar að var komið.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum og rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Ekki er að vænta frekari upplýsinga um málið að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×