Innlent

Íslenskur sjúkraflutningamaður til aðstoðar í Haítí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun til starfa fyrir Rauða kross Íslands.

Sigurjón mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 kílómetrum fyrir utan Port-au-Prince. Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum.

Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að Sigurjón mun starfa bæði sem sjúkraflutningamaður fyrir Rauða kross spítalann og sem bráðatæknir við að veita sjúklingum fyrstu aðhlynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×