Erlent

Brown huggaði Sarkozy

Óli Tynes skrifar
Brown og Sarkozy á blaðamannafundinum í dag.
Brown og Sarkozy á blaðamannafundinum í dag. Mynd/AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti brást reiður við þegar hann var spurður um hjónaband sitt og Cörlu Bruni á blaðamannafundi í Lundúnum.

Orðrómur er á kreiki um að þau hjón séu að því komin að skilja.

Sarkozy hélt í dag blaðamannafund með Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og var í tvígang spurður um orðróminn.

Hann svaraði hvasst; -Þú veist greinilega lítið um hvað forseti lýðveldisins gerir á daginn. Ég hef engan tíma til þess að tala um þennan hlægilega orðróm, ekki einusinni sekúndubrot. Ég skil ekki einusinni hversvegna þú notar spurningatíma þinn í að spyrja svona heimskulegrar spurningar.

Þegar blaðamannafundinum lauk og leiðtogarnir gengu úr salnum baðaði Sarkozy út höndunum á mjög franskan máta til þess að lýsa gremju sinni.

Gordon Brown sem telur forsetann til vina sinna tók þá hughreystandi utan um hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×