Innlent

Slitnað upp úr samningaviðræðum við flugvirkja

Samningaviðræður á milli flugvirkja og Icelandair hófst klukkan tíu í morgun en upp úr viðræðunum slitnaði nú um tvö leytið og hefur ekki verið boðaður nýr fundur.

Flugvirkjar felldu samning Icelandair í janúar síðastliðnum með þeim afleiðingum að þeir boðuðu til verkfalls 22. mars. Síðan þá hafa flugvirkjar og Icelandair setið við samningaborðið en svo virðist sem upp úr þeim viðræðum hafi slitnað í dag.

„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Icelandair," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann segir tilboð standa til boða af hálfu Icelandari sem sé í anda stöðugleikasáttmálans eins og hann orðar það.

Fari flugvirkjar í verkfall stöðvast allt flug Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×