Innlent

Skera niður hjá dagforeldrum

Borgarnes. Niðurskurður bitnar á barnafólki eins og öðrum.
Borgarnes. Niðurskurður bitnar á barnafólki eins og öðrum.
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að lækka greiðslu vegna dagforeldra um 25 prósent. Er þetta hluti af sparnaðaraðgerðum.

Einnig á að grípa til mikils sparnaðar í leikskólum sem verður lokað í fimm vikur næsta sumar. Endurskoða á reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi til að spara í mannahaldi. Fækkað verður á deildum í leikskólum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til og draga á úr stjórnunarkostnaði. Starfsemi í leikskólanum í Varmalandi verður hætt um mitt þetta ár. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×