Erlent

Skotið á kirkjugesti

Shenouda III, páfi og æðstiprestur Koptí kirkjunnar í Egyptalandi.
Shenouda III, páfi og æðstiprestur Koptí kirkjunnar í Egyptalandi.
Sex eru látnir eftir að byssumenn skutu á hóp kirkjugesta sem voru að koma frá guðsþjónustu í austurhluta Egyptalands í gær. Um er að ræða Koptíkirkjuna sem heldur jóladag hátíðlegan 7. janúar og var skotið á kirkjugestina úr bíl sem ók hjá þegar fólkið kom út. Sjö slösuðust í skotárásinni. Um níu prósent Egypta tilheyra reglunni en 90 prósent þeirra eru múslimar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×