Innlent

Dæmdur í árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur. Maðurinn játaði sök fyrir  dómi.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Maðurinn játaði sök fyrir dómi.

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir árið 2008. Fyrst réðst maðurinn á annan mann fyrir utan Landsbankann á Laugavegi 77. Árásarmaðurinn sló hinn hnefahöggi í andlitið og síðan með glerflösku í höfuðið þannig að hann féll í jörðina. Síðan sparkaði hann í bringu fórnarlambsins, sem hlaut mar í kringum augnumgjörð og brotið bringubein.

Síðar réðst ofstopamaðurinn á mann á Laugavegi. Hann kýldi manninn í andlitið og sparkaði í höfuð hans og líkama. Fórnarlambið hlaut beinbrot bæði á líkama og í andliti.

Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi og samþykkti bótakröfurnar. En hann krafðist lægstu refsingar sem lög leyfa og þess að bótakröfur yrðu lækkaðar. Hann var dæmdur til að greiða fyrra fórnarlambinu rúmlega 380 þúsund krónur í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á í seinna skiptið ríflega 500 þúsund krónur í miskabætur.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×