Nágrannar deila um eyðingu kakkalakka 7. janúar 2010 04:15 Eitt kvikindið sem gert hefur sig heimakomið á Fróni. Fréttablaðið/Vilhelm Kakkalakkar sem illa gekk að losna við úr fjölbýlishúsi einu enduðu inni á borði úrskurðarnefndar húsnæðismála. Kona ein sem bjó í ónefndu fjölbýlishúsi hér á landi kallaði sjálf til meindýraeyði til að freista þess að ráða niðurlögum kakkalakka sem lifað höfðu af þrjá atlögur meindýraeyðis á vegum húsfélagsins. Konan krafðist þess að húsfélagið greiddi fyrir þjónustu meindýraeyðisins sem hún pantaði en það vildi húsfélagið ekki. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segi að konan hafi ætlað að flytja en „hafi ekki viljað flytja kakkalakkana með“. Hún hafi því látið formann húsfélagsins vita að kakkalakkarnir væru komnir aftur og að það þyrfti að eitra fyrir flutningsdag svo kakkalakkar myndu ekki fylgja með húsbúnaðinum. Það hafi síðan verið neyðarúrræði hjá henni að kalla til meindýraeyði því sá sem formaðurinn pantaði hafi ekki mætt á staðinn. Formaðurinn neitaði að greiða reikning viðkomandi meindýraeyðis. Í máli konunnar og húsfélagsins var síðan teflt fram ýmsum rökum og rakti hvor aðili sína sýn á málavexti um kakkalakkana og meindýraeyðana. Lyktir málsins urðu þær að úrskurðarnefndin taldi húsfélaginu ekki skylt að borga nýja meindýraeyðinum. Guðmundur Björnsson, hjá Meindýravörnum Reykjavíkur, segir tilfelli með kakkalakka koma upp öðru hverju. Fyrst og fremst sé um að ræða dýr sem berist með sendingum erlendis frá eða farangri fólks úr utanlandsferðum. Erfitt geti verið að eyða slíkum meindýrum. „Það er aldrei hægt að segja að það verði hundrað prósent árangur en yfirleitt hefst þetta þó að lokum,“ segir Guðmundur sem kveður lítið sem fólk geti sjálft gert nema gæta þess að bera ekki pöddurnar með sér. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að tvær tegundir kakkalakka þekkist á Íslandi; þýski kakkaklakkinn og sá ameríski. „Kakkalakkinn lifir alfarið innanhúss sem afar hvimleitt meindýr og leggst á flest sem tönn á festir, spillir og óhreinkar. Þar má telja matvörur af öllu tagi, dauð dýr og plöntur, leður, lím, veggfóður, textílvörur og hvað eina sterkjuríkt. Auk þess að éta og naga óhreinkar hann mikið með saur sínum og illum þef,“ segir stofnunin um þetta óvelkomna dýr. gar@frettabladid.is Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Kakkalakkar sem illa gekk að losna við úr fjölbýlishúsi einu enduðu inni á borði úrskurðarnefndar húsnæðismála. Kona ein sem bjó í ónefndu fjölbýlishúsi hér á landi kallaði sjálf til meindýraeyði til að freista þess að ráða niðurlögum kakkalakka sem lifað höfðu af þrjá atlögur meindýraeyðis á vegum húsfélagsins. Konan krafðist þess að húsfélagið greiddi fyrir þjónustu meindýraeyðisins sem hún pantaði en það vildi húsfélagið ekki. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segi að konan hafi ætlað að flytja en „hafi ekki viljað flytja kakkalakkana með“. Hún hafi því látið formann húsfélagsins vita að kakkalakkarnir væru komnir aftur og að það þyrfti að eitra fyrir flutningsdag svo kakkalakkar myndu ekki fylgja með húsbúnaðinum. Það hafi síðan verið neyðarúrræði hjá henni að kalla til meindýraeyði því sá sem formaðurinn pantaði hafi ekki mætt á staðinn. Formaðurinn neitaði að greiða reikning viðkomandi meindýraeyðis. Í máli konunnar og húsfélagsins var síðan teflt fram ýmsum rökum og rakti hvor aðili sína sýn á málavexti um kakkalakkana og meindýraeyðana. Lyktir málsins urðu þær að úrskurðarnefndin taldi húsfélaginu ekki skylt að borga nýja meindýraeyðinum. Guðmundur Björnsson, hjá Meindýravörnum Reykjavíkur, segir tilfelli með kakkalakka koma upp öðru hverju. Fyrst og fremst sé um að ræða dýr sem berist með sendingum erlendis frá eða farangri fólks úr utanlandsferðum. Erfitt geti verið að eyða slíkum meindýrum. „Það er aldrei hægt að segja að það verði hundrað prósent árangur en yfirleitt hefst þetta þó að lokum,“ segir Guðmundur sem kveður lítið sem fólk geti sjálft gert nema gæta þess að bera ekki pöddurnar með sér. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að tvær tegundir kakkalakka þekkist á Íslandi; þýski kakkaklakkinn og sá ameríski. „Kakkalakkinn lifir alfarið innanhúss sem afar hvimleitt meindýr og leggst á flest sem tönn á festir, spillir og óhreinkar. Þar má telja matvörur af öllu tagi, dauð dýr og plöntur, leður, lím, veggfóður, textílvörur og hvað eina sterkjuríkt. Auk þess að éta og naga óhreinkar hann mikið með saur sínum og illum þef,“ segir stofnunin um þetta óvelkomna dýr. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent