Innlent

Ingibjörg Sólrún vill nýja sáttanefnd um Icesave

Stjórnmál Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan verða að slíðra sverðin og koma sér saman um pólitíska sátta- og samninganefnd til að leiða Ice­save-samningana til lykta, skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í Fréttablaðið í dag.

Full sátt verði að vera um nefndina, sem fái fullt umboð ríkisstjórnar og þings til að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave. Þetta verði að gerast strax. Hinn kosturinn sé að samþykkja lögin frá 30. des. í þjóðaratkvæðagreiðslu, en hætt sé við að það skerpi á ágreiningi innanlands í stað þess að greiða úr honum.

Grein Ingibjargar má lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×