Innlent

Hafa ekki ráðið þjóðgarðsvörð

Álfheiður Ingadóttir formaður Þingvallanefndar segir Icesave hafa tafið ráðningu þjóðgarðsvarðar.
Álfheiður Ingadóttir formaður Þingvallanefndar segir Icesave hafa tafið ráðningu þjóðgarðsvarðar.

Enn hefur ekki verið ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í stað Sigurðar Oddssonar sem féll frá í ágúst. Þingvallanefnd ákvað á fundi 26. október að auglýsa eftir nýjum þjóðgarðsverði og sagði þá stefnt að því að gengið yrði frá ráðningunni fyrir 1. janúar. 78 umsóknir bárust.

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir til hafa staðið á þriðjudag að eiga viðtöl við umsækjendur en það hafi frestast vegna Icesave-málsins. „En við stefnum að því að ljúka umfjöllun um umsóknir fyrir vikulokin,“ segir formaðurinn.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×