Innlent

Páfagaukur má skrækja í blokk

Ekki er allir hrifnir af hljóðum páfagauka.
Ekki er allir hrifnir af hljóðum páfagauka.

Kærunefnd fjöleignahúsmála verður ekki við kröfu íbúa í blokk einni um að úrskurða að páfagaukur á hæðinni fyrir ofan verði að hverfa úr húsinu. Páfagaukurinn hafi valdið honum miklu ónæði.

„Skrækir páfagauksins berist um stigagang og út í sameiginlegt port nokkurra íbúða og húsa“, segir um málavexti. Benti nágranninn á móti á að kvartandinn hefði sjálfur verið með dverghamstra. Kærunefndin sagði að til að koma við algeru banni við páfagaukum í húsinu þyrftu allir að vera því sammála. Því væri ekki að heilsa í þessu tilviki. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×