Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu 7. janúar 2010 05:15 Þegar synjun forsetans lá fyrir á mánudag kom þingflokkur Samfylkingarinnar saman og fjallaði meðal annars um tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. fréttablaðið/stefán Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. Sérstök lög verða sett um kosninguna og fær Alþingi frumvarpið til meðferðar á föstudag. Sem kunnugt er eru ekki til lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu og kemur því til sérstakrar lagasetningar nú. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómsmálaráðuneytið skuli auglýsa atkvæðagreiðsluna einu sinni í Lögbirtingablaði og þrisvar sinnum í Ríkisútvarpinu, í síðasta lagi einni viku fyrir atkvæðagreiðsluna. Þá skal einnig birta spurninguna sem lögð verður fyrir kjósendur með auglýsingu í dagblöðum, auk þess sem vakin verður athygli á að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á áberandi stað á heimasíðu Alþingis. Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur: annars vegar stjórnarfrumvarp og hins vegar frumvarp þingmanna Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Þráins Bertelssonar. Í stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla - sem kemur til af synjun forseta - skuli fara fram innan tveggja mánaða frá synjun. Gert er ráð fyrir veigamiklu hlutverki dóms- og mannréttindaráðherra og -ráðuneytisins við framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þar á bæ skal kjördagur ákveðinn og orðalag og framsetning spurningar. Þá skal ráðuneytið senda öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem forseti synjaði staðfestingar. Ekki eru sett skilyrði um þátttöku eða lágmarksfjölda fylgjenda eða andvígra í frumvarpinu. Í frumvarpi Hreyfingarinnar og fleiri þingmanna er gert ráð fyrir að sérstök Lýðræðisstofa, undir forystu umboðsmanns Alþingis, verði sett á fót og annist framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, ákveði efni og orðalag spurningar og kjördag. Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna synjunar forseta á, samkvæmt frumvarpinu, að fara fram í síðasta lagi fjórum mánuðum eftir að lagafrumvarp er samþykkt. Í framhaldi af synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna 2004 fjallaði starfshópur ríkisstjórnarinnar, sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður fór fyrir, um mögulega tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá var lagt til að spurningin yrði orðuð svo: Eiga lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu? Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í gær fyrir sína parta frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar forsetans um að synja lögum Alþingis staðfestingar. Sérstök lög verða sett um kosninguna og fær Alþingi frumvarpið til meðferðar á föstudag. Sem kunnugt er eru ekki til lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu og kemur því til sérstakrar lagasetningar nú. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómsmálaráðuneytið skuli auglýsa atkvæðagreiðsluna einu sinni í Lögbirtingablaði og þrisvar sinnum í Ríkisútvarpinu, í síðasta lagi einni viku fyrir atkvæðagreiðsluna. Þá skal einnig birta spurninguna sem lögð verður fyrir kjósendur með auglýsingu í dagblöðum, auk þess sem vakin verður athygli á að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á áberandi stað á heimasíðu Alþingis. Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur: annars vegar stjórnarfrumvarp og hins vegar frumvarp þingmanna Hreyfingarinnar, Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Þráins Bertelssonar. Í stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla - sem kemur til af synjun forseta - skuli fara fram innan tveggja mánaða frá synjun. Gert er ráð fyrir veigamiklu hlutverki dóms- og mannréttindaráðherra og -ráðuneytisins við framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þar á bæ skal kjördagur ákveðinn og orðalag og framsetning spurningar. Þá skal ráðuneytið senda öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem forseti synjaði staðfestingar. Ekki eru sett skilyrði um þátttöku eða lágmarksfjölda fylgjenda eða andvígra í frumvarpinu. Í frumvarpi Hreyfingarinnar og fleiri þingmanna er gert ráð fyrir að sérstök Lýðræðisstofa, undir forystu umboðsmanns Alþingis, verði sett á fót og annist framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, ákveði efni og orðalag spurningar og kjördag. Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna synjunar forseta á, samkvæmt frumvarpinu, að fara fram í síðasta lagi fjórum mánuðum eftir að lagafrumvarp er samþykkt. Í framhaldi af synjun forseta á staðfestingu fjölmiðlalaganna 2004 fjallaði starfshópur ríkisstjórnarinnar, sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður fór fyrir, um mögulega tilhögun væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá var lagt til að spurningin yrði orðuð svo: Eiga lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu?
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira