Innlent

Óskar og Hanna Birna mæta alltaf


Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í Reykjavík í annað sinn á kjörtímabilinu í ágúst 2008. Hér sjást oddvitar flokkanna Óskar og Hanna Birna.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í Reykjavík í annað sinn á kjörtímabilinu í ágúst 2008. Hér sjást oddvitar flokkanna Óskar og Hanna Birna. Mynd/Anton Brink
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, eru bæði með 100% mætingu á borgarstjórnarfundi. Haldnir hafa verið 75 borgarstjórnarfundir á kjörtímabilinu og hefur Hanna Birna mætt á þá alla. Óskar tók sæti í borgarstjórn í janúar 2008 og frá þeim tíma hefur hann ekki misst af borgarstjórnarfundi. Þetta kemur fram í samantekt skrifstofu borgarstjórnar á mætingu núverandi borgarfulltrúa frá upphafi kjörtímabils út árið 2009.

Með mætingu er átt við að viðkomandi mætti á fundinn, hvort sem er í upphafi fundar eða síðar, og hvort sem hann fór af fundinum fyrir lok hans eður ei.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur ekki mætt á þrjá fundi á tímabilinu og því er mætingarhlutfall hans 96%. Hlutfallið hjá öðrum borgarfulltrúum er á bilinu 88-93%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×