Erlent

Fljúgandi furðuhlutur framhjá jörðinni

Óli Tynes skrifar

Það voru tveir ítalskir vísindamenn við Remanzacco stjörnurannsóknarstöðina á Ítalíu sem fyrstir komu auga á þennan furðuhlut og tóku af honum myndir.

Fjarlægðin var þó svo mikil og hluturinn svo lítill að ekki er hægt að greina annað en dökkan depil á myndunum.

Hluturinn er um tíu metrar í þvermál og í fyrstu var giskað á að þetta væru leyfar af geimfari.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir hinsvegar að ólíklegt sé að þessi hlutur sé manngerður, vegna brautarinnar sem hann er á.

Líklegast þykir að þetta sé smástirni sem eigi eftir að fara aftur framhjá jörðu, eftir að hafa sveiflast í kringum sólina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×