Innlent

Höskuldur: Boltinn hjá Jóhönnu

Mynd/Pjetur
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að boltinn sé hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hvað varðar næstu skref í Icesave deilunni. Formenn stjórnmálaflokkanna funda í dag um mögulega sátt allra flokka í málinu.

Þingmaðurinn segir villandi að stilla Icesave málinu upp með þeim hætti að ríkisstjórnin bíði nú viðbragða stjórnarandstöðunnar og vilji að minnihlutaflokkarnir greini frá þeim samningsmarkmiðum sem þeir vilji stefna að. Hann segir að forsætisráðherra fari með fullt umboð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til að semja í málinu.

„Ég óttast að það sé verið að stilla stjórnarandstöðunni upp við vegg og að verið sé að reyna að búa til spuna í máli sem er mjög einfalt. Jóhanna Sigurðardóttir verður að koma með tillögur um það hvað hún vill gera. Það er ekki á forræði neins annars," segir Höskuldur.


Tengdar fréttir

Funda með stjórnarandstöðunni

Formenn stjórnmálaflokkanna hittast að nýju í dag til að ræða mögulega sátt allra flokka í Icesave málinu. Eftir samskonar fundar á mánudag sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að markmiðið væri að koma málinu í sáttafarveg við Breta og Hollendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×