Erlent

Grikkland fast í skuldafeni

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ræddi stöðuna í fyrradag við Hermann van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem stendur honum á hægri hönd. Fréttablaðið/AP
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ræddi stöðuna í fyrradag við Hermann van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem stendur honum á hægri hönd. Fréttablaðið/AP
Fimm manna sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kom til Grikklands í gær og mun dvelja þar í viku við að stýra landinu út úr efnahagskreppu.

Grísk stjórnvöld segja sendinefndina skoða marga þætti í efnahagsmálum þjóðarinnar, svo sem umbætur á lífeyrissjóðakerfinu og á skattkerfinu. Ekki verði farið fram á lánveitingu frá sjóðnum.

Evrópusambandið lýsti yfir áhyggjum af stöðu efnahagsmála í Grikklandi í kringum áramótin en skuldir hins opinbera námu 113 prósentum af landsframleiðslu auk þess sem halli á fjárlögum jókst um tæp þrettán prósent, sem er tíu prósentustigum yfir þaki evruríkjanna. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×