Innlent

Stálu stjörnukíki og stingsög

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Tveir karlmenn af erlendum uppruna hafa játað fjölmörg innbrot í sumarbústaði á Suðurlandinu. Mennirnir fóru meðal annars inn í sumarhús í Hrunamannahreppi í mars á síðasta ári og stálu hvítvíni, stjörnukíki og stingsög. Þá stálu þeir flatskjá í sumarhúsi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Alls brutust þeir inn í sjö bústaði.

Mennirnir játuðu sök en höfnuðu skaðabótakröfunni þar sem þeim þótti hún of há.

Mikið hefur borið á innbrotum í sumarhús á Suðurlandi undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×