Fögnuðu Ólafi og Dorrit með 21 fallbyssuskoti 14. janúar 2010 11:19 Ólafur Ragnar Grímsson kannar heiðursvörðinn. Mynd/forseti.is. Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira