Jón hræðist ekki hótanir LÍÚ 14. janúar 2010 12:31 Jón Bjarnason. Mynd/GVA Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.
Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22