Innlent

Össur gríðarlega stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum. Mynd/ Anton.
Össur stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum. Mynd/ Anton.
„Ég er gríðarlega stoltur af því hversu vel þessi skipulagning hefur gengið, sem sýnir hvað vel þeir eru undirbúnir - og líka þessi göfuglynda fórnfýsi af þeim að rífa sig út í þessa óvissu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um íslensku björgunarsveitina sem er komin til Haíti.

„Svo er ég líka sem Íslendingur stoltur af því, að stjórnsýslan hjá okkur, að þó við séum í bullandi kreppu og erum lítil þjóð, að þá er hún einfaldlega það góð að þetta gekk eins og í sögu," segir Össur og bendir á að Íslendingar séu á meðal allra fyrstu þjóða á vettvang.

„Reyndar, í samtölum mínum við sendiherra og ráðherra út af allt öðrum málum, að þá hefur komið í ljós undrun á því hvað við vorum snögg og líka þakklæti fyrir að við skyldum ráðast í þetta við þessar aðstæður," segir Össur. Hann segir að allir útlendir viðmælendur sínir í dag hafi vitað af framtaki Íslands í þessu máli.

Þá bendir Össur jafnframt á að Íslendingar hafi boðið ríkisstjórnum Norðurlanda og fleiri þjóða að taka eitthvað af nauðstöddum borgurum þeirra með flugvélinni í bakaleiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×