Fleiri fréttir

Gunnar: Kúlulánadrotting Steingríms

Forstjóri Bankasýslu ríkisins er kúlulánadrotting Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að mati Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi. Hann segir siðaumvandanir vinstrimanna alltaf eiga við alla aðra en þá sjálfa.

Túlkur íslensku sveitarinnar missti húsið

Haítíbúinn sem kemur til með að aðstoða og túlka fyrir íslensku rústabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí missti húsið sitt í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Hann komst ásamt eiginkonu sinni og mánaðargömlu barni út úr húsinu en missti flestar aðrar eigur sínar. Þetta hefur Pétur Guðjónsson eftir honum en Pétur hefur dvalið langdvölum í landinu undanfarin 15 ár við hjálpar- og uppbyggingarstarf. Hann hefur í morgun ítrekað reynt að ná sambandi við íbúa sem hann þekkir á eyjunni og er túlkurinn sá eini sem Pétur hefur náð í.

Fangar flýja á Haíti

Stærsta fangelsið í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, er hrunið eftir jarðskjálftann í gær og sumir fangar hafa flúið, að því er Sameinuðu þjóðirnar upplýsa. Ekki er vitað hversu margir fangar hafa flúið og hversu margir hafa farist í rústum fangelsisins.

LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land

Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum.

Óttast að 100 þúsund hafi farist

Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Haíti í gær gæti verið yfir 100 þúsund , að mati Jean-Max Bellerive, fyrrverandi forsætisráðherra.

Rústabjörgunarsveitin í Boston

Flugvél með íslenska alþjóðabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí millilenti í Bandaríkjunum á fimmta tímanum í dag til að taka eldsneyti. Áætlanir gera ráð fyrir að hún fari í loftið á nýjan leik skömmu eftir klukkan fimm.

Fréttalesari BBC tekin á teppið fyrir að verja málstað Íslendinga

Sally Magnusson, fréttalesari hjá BBC Scotland var á dögunum tekin á teppið af yfirboðurum sínum fyrir að brjóta reglur breska ríkisútvarpsins. Sally, sem er dóttir sjónvarpsmannsins víðfræga Magnúsar Magnússonar og þarafleiðandi hálf-íslensk, sendi inn lesendabréf til bresks dagblaðs þar sem hún gagnrýndi bresk yfirvöld fyrir óbilgirni í Icesave deilunni og spurði hvers vegna vextir á láninu væru ekki lægri en það sem samið var um, eða 5,5 prósent.

Óku of hratt um Hvalfjarðargöngin

Brot 99 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á dagana 7. til 12. janúar. Vöktuð voru 10.360 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Niðurstaðan er svipuð fyrri hraðamælingum í Hvalfjarðargöngunum en brotahlutfallið í þeim verður að teljast mjög lágt, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008.

Leituðu í Arnarnesvogi en fundu ekkert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan hálf þrjú tilkynning um rekald í sjónum við Arnarnesvog sem talið var 20 til 40 metra frá landi.

Eldur í Eyjum

Laust fyrir klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um eld í einbýlishúsi í Vestmannaeyjum.

Libia og Ólafur fulltrúar Íslands á tvíæringnum

Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur verið valið til að sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringnum, La Biennale di Venezia 2011. Þetta var tilkynnt fyrr í dag.

Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum

66°Norður og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sameina krafta sína á ný á þessu ári og bjóða upp á hina vinsælu æfingaráætlun „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum". Þetta er þriðja árið sem verkefnið er í gangi og gefur fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2210 m), á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu.

Uppstilling hjá VG í Hafnarfirði

Á félagsfundi Vinstri grænna í Hafnarfirði nýverið var samþykkt að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þorkell semur við sjálfan sig um leigugreiðslur HR

Þau ættu að vera hæg heimatökin fyrir Þorkel Sigurlaugsson að ganga frá samkomulagi við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um afslátt á 1000 milljóna króna leiguverði nýbyggingar Háskólans í Reykjavík. Hann er bæði fjármálastjóri HR og stjórnarmaður hjá Fasteign hf.

Kvika færist í átt að toppgíg Eyjafjallajökuls

Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hefur verið að færast í aukana á ný undanfarnar tvær vikur og tengir Veðurstofan það við kvikuhreyfingar í eldstöðinni. Mælingar sýna útþenslu fjallsins sem taldar eru benda til kvikuflutnings upp í jarðskorpuna í átt að toppgíg fjallsins, eða norðausturjaðri hans.

Margrét Sverris gefur kost á sér

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí

„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum.

Rústabjörgunarsveitin farin af stað

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití.

Íslendingur í Haítí

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi.

Hvort viltu pískinn eða rimlana?

Norskur prófessor vill að sakamenn fái að velja um hvort þeir fara í fangelsi eða verða hýddir opinberlega. Espen Chaanning er prófessor í hugmyndasagnfræði.

Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið

„Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun.

Ekki vitað um Íslendinga í Haítí

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Bensín yfir 200 krónur

Lítraverð á 95 oktana bensíni rauf tvö hundruð króna múrinn í fyrrakvöld og í gær þegar olíufélögin hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur.

Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi

Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun.

Engar veiðar að svo stöddu

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuveiðar verði ekki hafnar að svo stöddu þar sem ekki mælist nægjanlegt magn til að gefa út upphafskvóta. Janúarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum lauk á mánudag en skip stofnunarinnar hafa verið við loðnumælingar frá 5. janúar.

Höfum ekki efni á að reka norrænt velferðarkerfi

Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og aðstæður hér nú eru frábær efniviður fyrir djúpa og langvinna kreppu. Þetta er mat Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands.

Fangar við slæman aðbúnað afpláni refsingu sína heima

Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við brasilísk stjórnvöld að undanförnu um flutning dæmdra fanga til afplánunar í föðurlandinu. Ástæða þessa er afplánun þriggja Íslendinga í fangelsum í Brasilíu. Vitað er að aðstæður þeirra og aðbúnaður er mismunandi, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem segir það hvatann að viðræðunum, en samningur sé ekki frágenginn.

Ríkisforstjórar vefjast fyrir kjararáði

Kjararáð hefur enn ekki lækkað laun þeirra starfsmanna ríkisins sem eru á hærri launum en forsætisráðherra, eins og kveðið er á um í lögum sem sett voru síðasta sumar. Á fimmta tug starfsmanna mun lækka í launum segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs.

Tveir látnir og þrír særðir

Tveir menn létust og þrír særðust þegar vopnaður maður hóf skotárás í gær í skrifstofubyggingu í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum. Byssumaðurinn flúði á pallbíl, en var handtekinn stuttu síðar. Hann var klæddur felubúningi að hætti hermanna.

Sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu í prófkjöri sem fram fer 30. janúar.

Gefur lítið fyrir nýjar viðræður

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gefur lítið fyrir tilraunir Bandaríkjamanna þessa dagana til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna.

Helmingi minna lánað en ári fyrr

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs allt síðasta ár námu rétt rúmum 30 milljörðum króna, 52 prósentum minna en á árinu 2008 þegar útlán námu rúmum 64 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins í gær.

Varað við lífshættulegu efni

Kraftaverkaefni sem Landlæknisembættið hefur varað við hefur verið selt í Heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri við Njálsgötu. Efnið nefnist MMS, Miracle Mineral Solution/Supplement. Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir efnið geta valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.

Kaupendur eiga ákæru í vændum

Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Íslensk samstaða er forsenda viðræðna

Forsenda þess að Bretar og Hollendingar hefji viðræður við Íslendinga um nýja Icesave­-samninga er að full samstaða takist með íslensku stjórnmálaöflunum. Í slíkri samstöðu myndi felast trygging fyrir að nýir samningar myndu halda. Um leið þurfa, að mati Breta og Hollendinga, að liggja fyrir skýr samningsmarkmið af hálfu Íslands.

Fyrirgera rétti sínum til skjóls

Líta ætti til fælingarsjónarmiða þegar íhugað er hvort heimila eigi afnám takmarkana á ábyrgð hluthafa, sagði Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við Háskólann í Reykjavík, í erindi sínu á fundinum í gær.

Ísrael og Bandaríkin ásökuð

Írönsk stjórnvöld segja Ísrael og Bandaríkin hafa staðið á bak við morð á eðlisfræðingnum Masoud Ali Mohammadi, prófessor við háskólann í Teheran

Styttist í nýjan vopnasamning

Sergei Lavrov, utanríkismálaráðherra Rússlands, segir að nýr kjarnorkuafvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands verði líklega að veruleika síðar í mánuðinum.

Gefa þrettán tonn af fiski til bágstaddra

Útgerðir og fiskvinnslur á Íslandi í samstarfi við SM Kvótaþing og Eimskip gefa Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands þrettán tonn af fiski. Það jafngildir 52 þúsund matarskömmtum að því er segir í tilkynningu. Að auki gaf Eimskip Mæðrastyrksnefnd 1.750 þúsund krónur sem söfnuðust í skötuveislu fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir