Innlent

Ákærður fyrir að beina hnífi ruddalega að hálsi barns

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa beint hníf ruddalega í átt að hálsi ellefu ára pilts auk þess sem hann á að hafa tekið jafnaldra piltsins hálstaki með þeim afleiðingum að meðvitund skertist.

Bæði brotin eiga að hafa átt sér stað á Selfossi í júní á síðasta ári.

Manninum er einnig gefið að sök að hafa haft í hótunum við drengina tvo og gerst brotlegur við barnaverndarlög. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Maðurinn játaði að hafa dregið upp hníf og gert hann sýnilegan en neitar því hinsvegar að hafa beint honum ruddalega að hálsi drengsins.

Hann segist hafa dregið upp hnífinn í varnarskyni og þannig stöðvað eftirför drengjanna. Hann segir annar drengjanna hafa haldið á steini í lófa sér þegar hann dró upp hnífinn.

Málinu var frestað en þinghald heldur áfram um miðjan febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×