Innlent

Reyndu að selja öryggisverði fíkniefni

Tveir karlmenn voru handteknir á Hótel Sögu í gærkvöldi þegar þeir reyndu að selja öryggisverði á hótelinu fíkniefni. Þeir gista í fangageymslu og verða yfirheyrðir í dag.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar karlmanns sem er grunaður um að hafa brotist inn í Apple tölvu- og raftækjaverslunina snemma í morgun. maðurinn sást hlaupa af vettvangi með tvo plastpoka.

Í hamaganginum missti hann annan þeirra á hlaupum en í honum voru fjölmargir iPod spilarar og önnur lítil raftæki. Lögreglan telur annað eins hafa verið í hinum pokanum.

okkur erill fyrri hluta nætur hjá lögreglunni í Reykjavík en róaðist með nóttinni. Nokkuð var um útköll vegna hávaða sem og vegna ölvunar víðs vegar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×