Erlent

Látnum fjölgar í Perm

Á slysstað.
Á slysstað.

Enn hækkar tala látinna eftir eldsvoðann í næturklúbbi í rússnesku borginni Perm á föstudagskvöldið. Alls eru 110 látnir og hátt í þrjátíu eru enn í lífshættu.

Einhver þeirra látnu verða jarðsett í dag. Eldurinn kviknaði á skemmtistaðnum út frá flugeldum og breiddist hratt út. Skelfing greip um sig meðal gesta staðarins.

Sumir tróðust undir og aðrir létust úr reykeitrun við það að reyna að flýja út. Tvö hundruð og þrjátíu manns eru taldir hafa verið á næturklúbbnum þegar eldurinn kviknaði.

Forseti Rússlands, Dmtry Medvedev, hefur lýst yfir þjóðarsorg á mánudaginn næsta vegna harmleiksins.

Medvedev sendi aðstandendum fórnalambanna samúðarkveðjur í gær og tilkynnti um leið þjóðarsorg Rússlands á mánudag. Þá verður flaggað til hálfs og allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Rússlandi munu aflýsa skemmtiefni yfir daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×