Innlent

Reynum að koma vitinu fyrir þau

Steingrímur segir stjórnina hafa reynt sitt ýtrasta til að ná samningum við stjórnarandstöðuna um Icesave.fréttablaðið/gva
Steingrímur segir stjórnina hafa reynt sitt ýtrasta til að ná samningum við stjórnarandstöðuna um Icesave.fréttablaðið/gva

„Auðvitað eru þarna ungir og reynslulitlir menn í forystu og verða að hafa tíma til að sanna sig, en þeir mega þá ekki færast of mikið í fang," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hann er ósáttur við framgöngu þeirra og segir þá ekki standa við samninga.

„Þegar maður sér að það sem rætt er að kvöldi er gufað upp að morgni er ljóst að ekki er hægt að ná samningum." Steingrímur átti að sitja fund fjármálaráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, en segist hafa orðið að vera til staðar á Alþingi vegna umræðunnar um Icesave. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fór fyrir hans hönd. Steingrímur segir fullreynt í samningum við stjórnarandstöðuna.

„Við höfum gert þrjár meiri háttar tilraunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við."

Hann segir stjórnina hafa boðist til að lengja umræðu og bæta við dögum. Stjórnin hafi vonast til atkvæðagreiðslu um Icesave á fimmtudag og boðið afgreiðslu á föstudegi eða laugardegi. „Nú er ljóst að mánudagurinn dugar þeim ekki."- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×