Fleiri fréttir Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur fá lengri frest Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila upplýsingum um framlög fyrri ára til Ríkisendurskoðunar hefur verið framlengdur til 10. desember. 13.11.2009 15:07 Meirihlutinn klofinn í efnahags- og skattanefnd Meirihluti í efnahags- og skattanefnd er klofinn í afstöðu sinni til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. Þingmenn VG og Samfylkingar í nefndinni standa að tveimur álitum til fjárlaganefndar. Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, segir að ekki sé um klofning að ræða heldur mismunandi áherslur. Hann og Lilja Mósesdóttir eiga sæti í nefndinni fyrir hönd VG. 13.11.2009 14:41 Segir Þorstein ganga erinda Össurar og Jóhönnu Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis, sakar Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda forsætis - og utanríkisráðherra í Evrópumálum, með því að taka sæti í samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu. 13.11.2009 14:01 Fíkniefni og þýfi fundust við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af þýfi en verðmæti þess nemur nokkrum milljónum króna. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 13.11.2009 13:52 Beiðni útvegsmanna hafnað Borgarráð hefur hafnað beiðni formanna Útvegsmannafélaga Reykjavíkur og Akraness um að útvegsmenn fáið að skipa fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna. Fjallað var um málið í borgarráði í gær og í samþykkt ráðsins kemur fram að stjórn fyrirtækisins sé samkvæmt lögum og samþykktum fyrirtækisins vettvangur eigenda þess. 13.11.2009 13:50 Prestaköll sameinuð í hagræðingarskyni Á kirkjuþingi 2009 sem lauk í gær voru samþykktar átta sameiningar prestakalla, sameiningar fimm prófastsdæma í tvö og tilfærslur þriggja prestakalla milli prófastsdæma. Lögð var áhersla á það í umræðum að Þjóðkirkjan stendur frammi fyrir miklum niðurskurði og gerðar séu kröfur um hagræðingu í stjórnsýslu. 13.11.2009 13:31 Mótmæla upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar mótmælir harðlega hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa. Fram kemur í ályktun bæjarstjórnarinnar að á undanförnum árum hafi bæjarfélagið lagt í umtalsverða markaðssetningu á Grundafjarðarhöfn til að laða að aukinn fjölda skemmtiferðaskipa. 13.11.2009 13:23 Ólafur: Svæsin fyrirgreiðslupólitík í þágu Eyktar „Höfðatorgsmálið ber í senn vott um svæsna fyrirgreiðslupólitík í þágu byggingarfélagsins Eyktar og óráðsíu allra flokka í borgarstjórn nema F-listans,“ segir í bókun sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, lagði fram á fundi á fundi borgarráðs í gær. 13.11.2009 13:06 Vel mætt á opið hús í Háaleitis- og Bústaðahverfi Greiðari samgöngur innan hverfis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, Bústaða- og Réttarholtsveg í stokk og göng og sundlaug við Seljaveg voru meðal áherslumála sem íbúar Háaleitis- og Bústaðahverfis settu fram í opnu húsi í gær um framtíðarskipulag hverfisins í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. 13.11.2009 12:51 Æpandi ósamræmi í nauðgunarmálum Af þeim 200 nauðgunarmálum sem koma inn á borð Stígamóta á ári hverju, fara fimm þeirra í gegnum héraðsdóm. Talskona Stígamóta segir konur ætla að bregðast við þessu á næsta ári og krefjast þess að konur sem séu beittar ofbeldi verði teknar alvarlega. 13.11.2009 12:32 Ætlar að opna nýja verslun á morgun Kostur, ný lágvöruverslun Jóns Geralds Sullenberger mun að öllum líkindum opna í Kópavogi í fyrramálið. Unnið hefur verið allan sólarhringinn síðustu daga. 13.11.2009 12:19 Niðurstaða komin varðandi orkuskatta Ríkisstjórnin hefur náð niðurstöðu í skattlagningu á orkuauðlindir, en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ríkisstjórnin áætlaði að skattlagningin myndi skila 16 milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð. 13.11.2009 12:10 Stefnir í minni halla Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að allt stefni í að minni halli verði á rekstri ríkissjóðs en fjárlög gerðu ráð fyrir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé hægt að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en hækka skatta. Hann var málshefjandi í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um skattaáform ríkisstjórnarinnar. 13.11.2009 11:42 Jóhanna ósammála ráðgjafa ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ósammála Mats Josefson, sænskum ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem telur að að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. „Niðurstaða mín er sú að hann hafi ekki rétt fyrir sér í þessu máli," sagði Jóhanna í þingfundi í dag þegar Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði hana út í gagnrýni Mats sem kom fram á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 10:37 Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verði að öllum líkindum afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag. 13.11.2009 10:23 Vill vita um sérverkefni fyrir ráðuneytin Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um ráðningar í ráðgjafarstörf og sérverkefni fyrir ráðuneytin frá 1. febrúar fyrr á þessu ári. 13.11.2009 10:05 Gefa konum sem ætla í pólitík tíu hollráð Forystukonur úr fimm stjórnmálaflokkum skrifa sameiginlega grein um konur í stjórnmálum sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar miðla þær ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja konur um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 13.11.2009 09:41 Ráðherrar senda ekki jólakort Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni einstakra ráðuneyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, um 4,5 milljónir króna, afhent níu hjálparsamtökum. 13.11.2009 09:38 VG með forval í febrúar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað í gær að boða til forvals laugardaginn 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Frambjóðendum er óheimilt að bera kostnað af kynningu framboðs síns. 13.11.2009 09:28 Útafakstur í Hrútafirði Bíll skemmdist nokkuð þegar hann fór útaf veginum í Hrútafirði í gærkvöldi um klukkan hálf ellefu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaðurinn einn í bílnum og slapp hann með lítilsháttar eymsli. Bíllinn er hins vegar töluvert mikið skemmdur en mikil ísing var á veginum þar sem bíllinn fór útaf. 13.11.2009 08:27 Skattamálin rædd í ríkisstjórn í dag Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum fengu í gærkvöld umboð sinna þingmanna til þess að móta áfram skattahugmyndir sínar. Reiknað er með að málið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag og að þróun mála muni skýrast betur yfir helgina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að sátt ríki á meðal þingmanna flokksins um hvaða leiðir eigi að fara og að formaður flokksins hafi fullt umboð til að ljúka við málið af hálfu Samfylkingarinnar. 13.11.2009 08:26 Laust starf hjá McDonald's í Guantanamo Nú er lag fyrir þá sem vilja starfa hjá McDonald's í hlýju umhverfi en hamborgarakeðjan heimsþekkta auglýsir nú eftir starfsfólki í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. 13.11.2009 08:19 Jólaverðstríðið skollið á í Bretlandi Verðstríð breskra stórmarkaða fyrir jólahátíðina er hafið af fullum krafti. 13.11.2009 07:17 Obama vill rannsókn á vinnubrögðum leyniþjónustu Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort leyniþjónustumenn hafi tekið réttar ákvarðanir í máli Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 manns til bana og særði yfir 30 í þarsíðustu viku. 13.11.2009 07:12 Innbrotstilraun í Kársnesskóla Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í Kársnesskóla í Kópavogi í nótt. Þeir brutu rúðu en við það virðist þjófavarnakerfið hafa farið í gang og þrjótarnir þurft frá að hverfa. Þá var brotist inn í bifreið annars staðar í Kópavogi, eða í Lómasölum. Óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Að sögn lögreglu var sæmilegur erill í gærkvöldi og í nótt, nokkur skólaböll voru í gangi og af þeim hlaust nokkuð umstang fyrir lögreglu þó ekkert alvarlegt hafi komið upp á. 13.11.2009 07:10 Rússinn lætur vita af sér Rússneska olíuskipið Urals Star sendir nú staðsetningu sína með reglulegu millibili til vaktstöðvar Landhelgisgæslunnar og gengur sigling skipsins innan íslensks hafsvæðis vel. Gæslan hafði í gær samband við skipstjóra skipsins, sem er með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs, vegna þess að skipið hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og lög gera ráð fyrir. 13.11.2009 07:08 Loftbelgsfjölskyldan játar sekt Richard Heene, faðir loftbelgsdrengsins svonefnda, sem bandaríska þjóðin stóð á öndinni yfir um miðjan október, mun játa sekt sína í málinu þegar hann kemur fyrir dómara. 13.11.2009 07:07 Handalögmál á Selfossi Karlmaður gistir nú fangageymslur á Selfossi eftir slagsmál tveggja félaga í bænum. Mennirnir voru báðir ölvaðir og óljóst er hvað varð til þess að þeir létu hendur skipta. Annar þeirra skaddaðist eithhvað á eyra og fór hann á spítala í Reykjavík til nánari skoðunar. Hinn fékk gistingu eins og áður sagði og mun hann þurfa að útskýra mál sitt fyrir lögeglu þegar hann vaknar. 13.11.2009 07:06 Toppar BBC hafa að jafnaði hærri laun en Gordon Brown Breska ríkisútvarpið BBC greiðir hundrað hæst launuðu starfsmönnum sínum samtals 20 milljónir punda á ári, jafnvirði rúmlega fjögurra milljarða króna. 13.11.2009 07:04 Sjóðir nálgast sömu stærð og fyrir hrun Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nálgast það að vera sú sama og hún var fyrir hrun. Batinn frá október 2008 er metinn af Seðlabanka Íslands á 181 milljarð króna en eignarýrnun sjóðanna við hrunið var metin 217 milljarðar króna eftir hrunið. 13.11.2009 06:45 Íbúfen ófáanlegt án lyfseðils „Þetta er mest selda verkjalyfið og það er frekar óheppilegt að það vanti,“ segir Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri Lyfjavers, en Íbúfen, mest selda verkjalyf landsins hefur verið ófáanlegt án lyfseðils undanfarið frá báðum framleiðendum. 13.11.2009 06:45 Abbas gæti setið áfram Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gæti hæglega setið áfram í embætti ótímabundið þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram í kosningunum í janúar. 13.11.2009 06:00 Samfélagið krufið og skilgreint upp á nýtt „Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?“ Þannig verður spurt á þjóðfundinum í Laugardalshöll á morgun. Í framhaldinu verður rætt um meginstoðir samfélagsins, eins og velferðar- og menntakerfi, 13.11.2009 06:00 Samstarf skilaði síldarkvóta Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir samstarf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrirtækja í rannsóknum á síldarstofninum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum. 13.11.2009 06:00 Rússland þarf nútímavæðingu Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti segir að Rússland verði að nútímavæðast. Efnahagslífið megi ekki vera jafn háð hráefnisútflutningi og verið hefur heldur þurfi að tileinka sér nútíma hátækni. 13.11.2009 06:00 Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. 13.11.2009 06:00 Hægt að skoða dugnaðinn Áttatíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikuna sem hefst um land allt á mánudag. Rúmlega hundrað lönd halda vikuna á sama tíma. Markmið vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi í samfélaginu. 13.11.2009 06:00 Sólarlönd skaðlegri en bekkir „Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunnar Smart á Grensásvegi. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum. 13.11.2009 05:30 Bandaríkjastjórn hikar í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort fjölgað verði í herliði Bandaríkjamanna í Afganistan. 13.11.2009 05:00 Grófu bréf um misnotkun Lögregluyfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum leita nú að glerkrukkum sem grafnar voru á sveitabæ einum og eru taldar innihalda frásagnir barna af 13.11.2009 05:00 Gekk berserksgang gegn lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að ganga berserksgang gegn lögreglu. 13.11.2009 05:00 Reinfeldt boðar leiðtogafund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðaði í gær til leiðtogafundar Evrópusambandsins 19. nóvember næstkomandi, þar sem leiðtogarnir eiga að velja í tvö ný embætti, forseta leiðtogaráðsins og utanríkisfulltrúa. 13.11.2009 04:00 Einsdæmi hve mikið hefur áunnist . „Ég er hjartanlega ósammála. Þetta er auðvitað það sem við erum að fást við framar öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem vísar því á bug að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni kom fram í máli Mats Josefson, sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 04:00 Hlýða boði um sjálfseyðingu Hægt er að senda stolnum eða týndum USB-minnislyklum skipun yfir internetið um að eyðileggjast, með nýrri tækni sem fyrirtækið Cryptzone kynnti í gær. 13.11.2009 03:30 Allt að 150 umsóknir á dag Rúmlega sjö hundruð umsóknir hafa borist Íslandsbanka breytingu á höfuðstól bílalána og bílasamninga í erlendri mynt í verðtryggðar íslenskar krónur frá mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þrjú hundruð viðskiptavinir bankans hafa tekið greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá bankanum á sama tíma. 13.11.2009 03:15 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur fá lengri frest Frestur sem stjórnmálasamtök og frambjóðendur hafa til að skila upplýsingum um framlög fyrri ára til Ríkisendurskoðunar hefur verið framlengdur til 10. desember. 13.11.2009 15:07
Meirihlutinn klofinn í efnahags- og skattanefnd Meirihluti í efnahags- og skattanefnd er klofinn í afstöðu sinni til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. Þingmenn VG og Samfylkingar í nefndinni standa að tveimur álitum til fjárlaganefndar. Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, segir að ekki sé um klofning að ræða heldur mismunandi áherslur. Hann og Lilja Mósesdóttir eiga sæti í nefndinni fyrir hönd VG. 13.11.2009 14:41
Segir Þorstein ganga erinda Össurar og Jóhönnu Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis, sakar Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda forsætis - og utanríkisráðherra í Evrópumálum, með því að taka sæti í samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu. 13.11.2009 14:01
Fíkniefni og þýfi fundust við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af þýfi en verðmæti þess nemur nokkrum milljónum króna. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði. 13.11.2009 13:52
Beiðni útvegsmanna hafnað Borgarráð hefur hafnað beiðni formanna Útvegsmannafélaga Reykjavíkur og Akraness um að útvegsmenn fáið að skipa fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna. Fjallað var um málið í borgarráði í gær og í samþykkt ráðsins kemur fram að stjórn fyrirtækisins sé samkvæmt lögum og samþykktum fyrirtækisins vettvangur eigenda þess. 13.11.2009 13:50
Prestaköll sameinuð í hagræðingarskyni Á kirkjuþingi 2009 sem lauk í gær voru samþykktar átta sameiningar prestakalla, sameiningar fimm prófastsdæma í tvö og tilfærslur þriggja prestakalla milli prófastsdæma. Lögð var áhersla á það í umræðum að Þjóðkirkjan stendur frammi fyrir miklum niðurskurði og gerðar séu kröfur um hagræðingu í stjórnsýslu. 13.11.2009 13:31
Mótmæla upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar mótmælir harðlega hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa. Fram kemur í ályktun bæjarstjórnarinnar að á undanförnum árum hafi bæjarfélagið lagt í umtalsverða markaðssetningu á Grundafjarðarhöfn til að laða að aukinn fjölda skemmtiferðaskipa. 13.11.2009 13:23
Ólafur: Svæsin fyrirgreiðslupólitík í þágu Eyktar „Höfðatorgsmálið ber í senn vott um svæsna fyrirgreiðslupólitík í þágu byggingarfélagsins Eyktar og óráðsíu allra flokka í borgarstjórn nema F-listans,“ segir í bókun sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, lagði fram á fundi á fundi borgarráðs í gær. 13.11.2009 13:06
Vel mætt á opið hús í Háaleitis- og Bústaðahverfi Greiðari samgöngur innan hverfis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, Bústaða- og Réttarholtsveg í stokk og göng og sundlaug við Seljaveg voru meðal áherslumála sem íbúar Háaleitis- og Bústaðahverfis settu fram í opnu húsi í gær um framtíðarskipulag hverfisins í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. 13.11.2009 12:51
Æpandi ósamræmi í nauðgunarmálum Af þeim 200 nauðgunarmálum sem koma inn á borð Stígamóta á ári hverju, fara fimm þeirra í gegnum héraðsdóm. Talskona Stígamóta segir konur ætla að bregðast við þessu á næsta ári og krefjast þess að konur sem séu beittar ofbeldi verði teknar alvarlega. 13.11.2009 12:32
Ætlar að opna nýja verslun á morgun Kostur, ný lágvöruverslun Jóns Geralds Sullenberger mun að öllum líkindum opna í Kópavogi í fyrramálið. Unnið hefur verið allan sólarhringinn síðustu daga. 13.11.2009 12:19
Niðurstaða komin varðandi orkuskatta Ríkisstjórnin hefur náð niðurstöðu í skattlagningu á orkuauðlindir, en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ríkisstjórnin áætlaði að skattlagningin myndi skila 16 milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð. 13.11.2009 12:10
Stefnir í minni halla Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að allt stefni í að minni halli verði á rekstri ríkissjóðs en fjárlög gerðu ráð fyrir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé hægt að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en hækka skatta. Hann var málshefjandi í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um skattaáform ríkisstjórnarinnar. 13.11.2009 11:42
Jóhanna ósammála ráðgjafa ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ósammála Mats Josefson, sænskum ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem telur að að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. „Niðurstaða mín er sú að hann hafi ekki rétt fyrir sér í þessu máli," sagði Jóhanna í þingfundi í dag þegar Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði hana út í gagnrýni Mats sem kom fram á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 10:37
Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verði að öllum líkindum afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag. 13.11.2009 10:23
Vill vita um sérverkefni fyrir ráðuneytin Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um ráðningar í ráðgjafarstörf og sérverkefni fyrir ráðuneytin frá 1. febrúar fyrr á þessu ári. 13.11.2009 10:05
Gefa konum sem ætla í pólitík tíu hollráð Forystukonur úr fimm stjórnmálaflokkum skrifa sameiginlega grein um konur í stjórnmálum sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar miðla þær ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja konur um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 13.11.2009 09:41
Ráðherrar senda ekki jólakort Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni einstakra ráðuneyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, um 4,5 milljónir króna, afhent níu hjálparsamtökum. 13.11.2009 09:38
VG með forval í febrúar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað í gær að boða til forvals laugardaginn 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Frambjóðendum er óheimilt að bera kostnað af kynningu framboðs síns. 13.11.2009 09:28
Útafakstur í Hrútafirði Bíll skemmdist nokkuð þegar hann fór útaf veginum í Hrútafirði í gærkvöldi um klukkan hálf ellefu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaðurinn einn í bílnum og slapp hann með lítilsháttar eymsli. Bíllinn er hins vegar töluvert mikið skemmdur en mikil ísing var á veginum þar sem bíllinn fór útaf. 13.11.2009 08:27
Skattamálin rædd í ríkisstjórn í dag Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum fengu í gærkvöld umboð sinna þingmanna til þess að móta áfram skattahugmyndir sínar. Reiknað er með að málið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag og að þróun mála muni skýrast betur yfir helgina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að sátt ríki á meðal þingmanna flokksins um hvaða leiðir eigi að fara og að formaður flokksins hafi fullt umboð til að ljúka við málið af hálfu Samfylkingarinnar. 13.11.2009 08:26
Laust starf hjá McDonald's í Guantanamo Nú er lag fyrir þá sem vilja starfa hjá McDonald's í hlýju umhverfi en hamborgarakeðjan heimsþekkta auglýsir nú eftir starfsfólki í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. 13.11.2009 08:19
Jólaverðstríðið skollið á í Bretlandi Verðstríð breskra stórmarkaða fyrir jólahátíðina er hafið af fullum krafti. 13.11.2009 07:17
Obama vill rannsókn á vinnubrögðum leyniþjónustu Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort leyniþjónustumenn hafi tekið réttar ákvarðanir í máli Nidals Malik Hasan, geðlæknisins sem skaut 13 manns til bana og særði yfir 30 í þarsíðustu viku. 13.11.2009 07:12
Innbrotstilraun í Kársnesskóla Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í Kársnesskóla í Kópavogi í nótt. Þeir brutu rúðu en við það virðist þjófavarnakerfið hafa farið í gang og þrjótarnir þurft frá að hverfa. Þá var brotist inn í bifreið annars staðar í Kópavogi, eða í Lómasölum. Óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Að sögn lögreglu var sæmilegur erill í gærkvöldi og í nótt, nokkur skólaböll voru í gangi og af þeim hlaust nokkuð umstang fyrir lögreglu þó ekkert alvarlegt hafi komið upp á. 13.11.2009 07:10
Rússinn lætur vita af sér Rússneska olíuskipið Urals Star sendir nú staðsetningu sína með reglulegu millibili til vaktstöðvar Landhelgisgæslunnar og gengur sigling skipsins innan íslensks hafsvæðis vel. Gæslan hafði í gær samband við skipstjóra skipsins, sem er með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs, vegna þess að skipið hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og lög gera ráð fyrir. 13.11.2009 07:08
Loftbelgsfjölskyldan játar sekt Richard Heene, faðir loftbelgsdrengsins svonefnda, sem bandaríska þjóðin stóð á öndinni yfir um miðjan október, mun játa sekt sína í málinu þegar hann kemur fyrir dómara. 13.11.2009 07:07
Handalögmál á Selfossi Karlmaður gistir nú fangageymslur á Selfossi eftir slagsmál tveggja félaga í bænum. Mennirnir voru báðir ölvaðir og óljóst er hvað varð til þess að þeir létu hendur skipta. Annar þeirra skaddaðist eithhvað á eyra og fór hann á spítala í Reykjavík til nánari skoðunar. Hinn fékk gistingu eins og áður sagði og mun hann þurfa að útskýra mál sitt fyrir lögeglu þegar hann vaknar. 13.11.2009 07:06
Toppar BBC hafa að jafnaði hærri laun en Gordon Brown Breska ríkisútvarpið BBC greiðir hundrað hæst launuðu starfsmönnum sínum samtals 20 milljónir punda á ári, jafnvirði rúmlega fjögurra milljarða króna. 13.11.2009 07:04
Sjóðir nálgast sömu stærð og fyrir hrun Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nálgast það að vera sú sama og hún var fyrir hrun. Batinn frá október 2008 er metinn af Seðlabanka Íslands á 181 milljarð króna en eignarýrnun sjóðanna við hrunið var metin 217 milljarðar króna eftir hrunið. 13.11.2009 06:45
Íbúfen ófáanlegt án lyfseðils „Þetta er mest selda verkjalyfið og það er frekar óheppilegt að það vanti,“ segir Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri Lyfjavers, en Íbúfen, mest selda verkjalyf landsins hefur verið ófáanlegt án lyfseðils undanfarið frá báðum framleiðendum. 13.11.2009 06:45
Abbas gæti setið áfram Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gæti hæglega setið áfram í embætti ótímabundið þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram í kosningunum í janúar. 13.11.2009 06:00
Samfélagið krufið og skilgreint upp á nýtt „Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?“ Þannig verður spurt á þjóðfundinum í Laugardalshöll á morgun. Í framhaldinu verður rætt um meginstoðir samfélagsins, eins og velferðar- og menntakerfi, 13.11.2009 06:00
Samstarf skilaði síldarkvóta Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir samstarf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrirtækja í rannsóknum á síldarstofninum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum. 13.11.2009 06:00
Rússland þarf nútímavæðingu Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti segir að Rússland verði að nútímavæðast. Efnahagslífið megi ekki vera jafn háð hráefnisútflutningi og verið hefur heldur þurfi að tileinka sér nútíma hátækni. 13.11.2009 06:00
Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. 13.11.2009 06:00
Hægt að skoða dugnaðinn Áttatíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikuna sem hefst um land allt á mánudag. Rúmlega hundrað lönd halda vikuna á sama tíma. Markmið vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi í samfélaginu. 13.11.2009 06:00
Sólarlönd skaðlegri en bekkir „Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunnar Smart á Grensásvegi. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum. 13.11.2009 05:30
Bandaríkjastjórn hikar í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort fjölgað verði í herliði Bandaríkjamanna í Afganistan. 13.11.2009 05:00
Grófu bréf um misnotkun Lögregluyfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum leita nú að glerkrukkum sem grafnar voru á sveitabæ einum og eru taldar innihalda frásagnir barna af 13.11.2009 05:00
Gekk berserksgang gegn lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að ganga berserksgang gegn lögreglu. 13.11.2009 05:00
Reinfeldt boðar leiðtogafund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðaði í gær til leiðtogafundar Evrópusambandsins 19. nóvember næstkomandi, þar sem leiðtogarnir eiga að velja í tvö ný embætti, forseta leiðtogaráðsins og utanríkisfulltrúa. 13.11.2009 04:00
Einsdæmi hve mikið hefur áunnist . „Ég er hjartanlega ósammála. Þetta er auðvitað það sem við erum að fást við framar öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem vísar því á bug að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni kom fram í máli Mats Josefson, sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 04:00
Hlýða boði um sjálfseyðingu Hægt er að senda stolnum eða týndum USB-minnislyklum skipun yfir internetið um að eyðileggjast, með nýrri tækni sem fyrirtækið Cryptzone kynnti í gær. 13.11.2009 03:30
Allt að 150 umsóknir á dag Rúmlega sjö hundruð umsóknir hafa borist Íslandsbanka breytingu á höfuðstól bílalána og bílasamninga í erlendri mynt í verðtryggðar íslenskar krónur frá mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þrjú hundruð viðskiptavinir bankans hafa tekið greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá bankanum á sama tíma. 13.11.2009 03:15