Innlent

Mótmæla upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar mótmælir harðlega hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa. Fram kemur í ályktun bæjarstjórnarinnar að á undanförnum árum hafi bæjarfélagið lagt í umtalsverða markaðssetningu á Grundafjarðarhöfn til að laða að aukinn fjölda skemmtiferðaskipa.

Áform stjórnvalda geta, ef að verða, kippt grunninum undan þessari starfsemi og hleypt fjárfestingu heimamanna í innviðum hafnarinnar og markaðssetningu í uppnám, að mati bæjarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×