Innlent

Niðurstaða komin varðandi orkuskatta

Ríkisstjórnin hefur náð niðurstöðu í skattlagningu á orkuauðlindir, en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ríkisstjórnin áætlaði að skattlagningin myndi skila 16 milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð.

Steingrímur sagði að sett yrðu auðlindagjöld bæði á raforku og jarðefnaeldsneyti og það sem upp á vantaði myndi skila sér í hækkun tryggingargjalds. Þessum hluta tekjuöflunarinnar er samtals ætlað að skila 16 milljörðum króna í ríkissjóð.

Steingrímur sagði að notað yrði það svigrúm sem væri að skapast til að draga úr þörfinni fyrir skattahækkanir. Hann sagði að ríkisstjórnin væri að reyna stíga varlega til jarðar þegar kæmi að hækkun beinna skatta, þrátt fyrir skattlagningu orkuauðlinda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×