Innlent

Einsdæmi hve mikið hefur áunnist

Mats 
Josefson
Mats Josefson
. „Ég er hjartanlega ósammála. Þetta er auðvitað það sem við erum að fást við framar öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem vísar því á bug að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni kom fram í máli Mats Josefson, sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag.

„Ég verð líka að vera ósammála honum um það að endurreisn bankakerfisins hafi gengið hægt,“ segir Gylfi. „Ég held þvert á móti að það sé einsdæmi að menn nái svona langt á ekki nema rétt rúmu ári miðað við hversu mikið gekk á og hversu mikill vandinn var sem ríkisstjórnin fékk í fangið fyrir 13 mánuðum.“

Gylfi segir að helst standi málefni sparisjóðanna nú út af borðinu „en það verður vonandi hægt að ganga frá því á næstu vikum.“ Ríkið ætlar að leggja endurreistum sparisjóðum til allt að 20 prósent af eigin fé en Gylfi segir að niðurstaða hafi strandað viðræðum um að kröfuhafar gefi eftir þannig að framlag ríkisins dugi til að endurreisa sjóðina. -pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×