Innlent

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verði að öllum líkindum afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag.

Efnahags- og skattanefnd hefur fjallað um frumvarpið og er beðið eftir áliti nefndarinnar, að sögn Björns Vals

Þingmaðurinn segir að stefnt sé að því að málið fari í aðra umræðu á þriðjudag. Hann vonast til þess að frumvarpið fái í framhaldinu fljóta afgreiðsu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×