Innlent

VG með forval í febrúar

Frá kosningavöku VG í apríl fyrr á þessu ári.
Frá kosningavöku VG í apríl fyrr á þessu ári. Mynd/Daníel Rúnarsson
Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað í gær að boða til forvals laugardaginn 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Frambjóðendum er óheimilt að bera kostnað af kynningu framboðs síns.

Þá var samþykkt ályktun um fyrirhugaðar breytingar á kosningalögum. Félagsmenn VG í Reykjavík telja best fara á því að stjórnlagaþingi verði falið að móta tillögur um ný kosningalög sem tekið gætu gildi fyrir næstu Alþingiskosningar. Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir breytingum á kosningalöggjöfinni og þá er kveðið á um persónukjör.

„Mikil þörf er á rækilegri endurskoðun kosningalaga, en fundurinn getur ekki fallist á frumvarp sem kemur í veg fyrir að flokkar geti tryggt jafnræði frambjóðenda með tilliti til kyns, aldurs og aðgangs að fjármagni. Jafn viðamikla breytingar og verið er að ræða nú um mundir verða að vera vandlega ígrundaðar og unnar í sátt við kjósendur," segir í ályktuninni sem samþykkt var á fundinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×