Innlent

Jóhanna ósammála ráðgjafa ríkisstjórnarinnar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er ósammála Mats Josefson, sænskum ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, sem telur að að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. „Niðurstaða mín er sú að hann hafi ekki rétt fyrir sér í þessu máli," sagði Jóhanna í þingfundi í dag þegar Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði hana út í gagnrýni Mats sem kom fram á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag.

Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafði farið að flestum ráðum Mats. Þá vitnaði hún til Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, sem sagði nýverið að það væri afrek hversu hratt hafi tekist að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×