Innlent

Sólarlönd skaðlegri en bekkir

Menn ætttu að skoða sólarlandaferðir ef þeir eru hræddir við útfjólubláa geisla, segir eigandi Sólbaðsstofunnar Smart. Fréttablaðið/Valli
Menn ætttu að skoða sólarlandaferðir ef þeir eru hræddir við útfjólubláa geisla, segir eigandi Sólbaðsstofunnar Smart. Fréttablaðið/Valli
„Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunnar Smart á Grensásvegi.

Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum.

Á Smart er þegar fimmtán ára aldurstakmark að sögn Ómars „Það bað okkur enginn um það heldur eru það einfaldlega okkar eigin reglur,“ segir Ómar. Aðspurður kveðst hann hins vegar telja „fullkomna vitleysu“ að takmarka aðgang fullorðins fólks að ljósabekkjum. „Fullorðinn einstaklingur á að geta valið sjálfur hvort hann fari í ljós eða ekki.“

Um hættuna sem stafar af ljósabekkjum segir Ómar að allt sé gott í hófi. „Menn ættu þá kannski að skoða takmarkanir á sólarlandaferðum. Við Íslendingar sjáum varla sólina í níu mánuði á ári en förum svo út í tvær vikur til þrjár og grillum okkur gjörsamlega. Það fer ekki ofboðslega vel með okkur og ljósabekkirnir eru ekki eins skaðlegir og það. Það mætti skoða hversu mikið sólarlandaferðir hafa aukist síðustu fimmtán árin ef menn eru svona hræddir við þessa útfjólubláu geisla. Þetta hafa Geislavarnir ekki þorað að ræða.“- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×