Innlent

Rússinn lætur vita af sér

Rússneska olíuskipið Urals Star sendir nú staðsetningu sína með reglulegu millibili til vaktstöðvar Landhelgisgæslunnar og gengur sigling skipsins innan íslensks hafsvæðis vel. Gæslan hafði í gær samband við skipstjóra skipsins, sem er með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs, vegna þess að skipið hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og lög gera ráð fyrir.

Að sögn vaktstjóra hjá Landhelgisgæslunni tók skipstjórinn vel í ábendingarnar og hefur síðan tilkynnt sig með reglulegu millibili. Skipið er á leið frá Murmansk í Rússlandi til austurstrandar Bandaríkjanna með olíu til hreinsunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×