Innlent

Fíkniefni og þýfi fundust við húsleit

Mynd/Anton Brink
Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af þýfi en verðmæti þess nemur nokkrum milljónum króna. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Á meðal þess sem var haldlagt er gítar af gerðinni Fender Stratocaster en honum hefur nú verið komið aftur í réttar hendur. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að í vörlu hennar eru eftirtaldir hlutir: Fender Stratocaster Squier Silver Series gítar, Pevey magnari, Vox hátalari, Sub bass 2130 bassabox af tegundinni Wharfedale Loudspeakers Limited og Raymond Weil Geneve Automatic armbandsúr.

Þeir sem sakna þessara hluta geta haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 alla virka daga frá klukkan 8 til 16. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×