Innlent

Hægt að skoða dugnaðinn

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu Athafnateygjuna á mánudag.
Fréttablaðið/GVA
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu Athafnateygjuna á mánudag. Fréttablaðið/GVA
Áttatíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikuna sem hefst um land allt á mánudag. Rúmlega hundrað lönd halda vikuna á sama tíma.

Markmið vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi í samfélaginu.

Athafnavikan hefst með því á mánudag að allir bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafnafólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafna­teygju afhenta. Sá sem teygjuna fær setur hana á úlnlið sinn og á að framkvæma eitthvað sem hann hefur látið sitja á hakanum. Að því loknu á að láta hana ganga á milli manna. Hvert verk á að skrá á vefsíðuna www.athafna­teygjan.is þar sem fylgjast má með árangri hverrar teygju. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×