Innlent

Segir Þorstein ganga erinda Össurar og Jóhönnu

Sturla sakar Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda forsætis - og utanríkisráðherra í Evrópumálum
Sturla sakar Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda forsætis - og utanríkisráðherra í Evrópumálum

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis, sakar Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda forsætis - og utanríkisráðherra í Evrópumálum, með því að taka sæti í samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Sturla segir á bloggsíðu sinni að það sé nær óskiljanlegt að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skuli ganga erinda Össurar Skaphéðinssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í fullkominni andstöðu við þá stefnu sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins hafi mótað. Hann segist hafa stutt Þorsteinn í formannskjöri þegar Davíð Oddsson bauð sig fram gegn honum á sínum tíma og geti ekki séð hvaða nauðir hafi rekið Þorstein til að setjast í samninganefnd með starfs utanríkisráðuneytisins og sérstökum áhugamönnum um að Íslendingar sætti sig við Icesave-samninginn.

Pistil Sturlu er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×