Fleiri fréttir

Greiddi 1,6 milljarð í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga. Á vef Vinnumálastofnunar kemur hins vegar fram að heildargreiðslur í september voru rétt rúmlega 1.8 milljarður króna og var þá greitt til 15.324 einstaklinga.

Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið

Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Jörð skelfur á Grikklandi

Jarðskjálfti reið í morgun yfir vesturhluta Grikklands. Að sögn yfirvalda var skjálftinn 5,7 á Richter-kvarðanum en engar fregnir hafa borist af tjóni eða slysum af völdum hans. Upptök skjálftans voru neðansjávar, um 330 kílómetra frá höfuðborginni Aþenu og nærri eyjunni Zakynthos. Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu og því eru byggingar á eyjunni og á nærliggjandi eyjum hönnuð til þess að standast skjálfta af þessari stærðargráðu.

Myndskeiði af Madeleine dreift á netinu

Lögreglan í Bretlandi hefur gefið út myndband sem sýnir hvernig líklegt er að Madeleine McCann, litla telpan sem hvarf í portúgal fyrir þremur árum síðan lítur út í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar vonast til þess að myndbandið, sem fólk er hvatt til að dreifa á internetinu, muni meðal annars ýta við samvisku þeirra sem kunna að vita eitthvað um afdrif Maddíar, sem hvarf úr rúmi sínu í portúgalska strandbænum Praia da Luz í maí 2007.

AGS skýrslan birt í dag

Skýrsla sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda verður birt í dag klukkan tvö að íslenskum tíma.

Brutu rúðu í Alþingishúsinu

Lögregla handtók í nótt ungt fólk á Austurvelli sem brotið hafði rúðu í Alþingishúsinu. Fólkið bar því við að það væri að mótmæla Icesave-samningunum að sögn lögreglu. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrlutöku en þau mega búast við ákæru fyrir rúðubrotið.

Keyrðu á og hlupu á brott

Lögregla veitti tveimur mönnum eftirför í Teigahverfi í gærkvöldi eftir gáleysisakstur á Kringlumýrarbraut. Mennirnir voru á Volkswagen jeppa og keyrðu þeir meðal annars yfir girðingu og klesstu að minnsta kosti einn bíl. Að lokum staðnæmdist bíllinn við Grand hótel við Sigtún og mennirnir hlupu út í náttmyrkrið. Nokkurt lið lögreglu leitaði þeirra í hverfinu meðal annars með aðstoð hunda, en án árangurs.

Fyrrum KGB-njósnari skotinn á götu

Fyrrverandi KGB-njósnari var skotinn til bana af óþekktum byssumönnum á götu í Moskvu í gær. Rússneska fréttastofan ITAR-Tass greindi frá þessu.

Tóku út upplýsingar um skuldir Actavis

Seðlabanki Íslands bað um frestun útgáfu skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda.

Sætir ákæru fyrir milljónaskattsvik

Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um tengsl við glæpamálið umfangsmikla sem upp kom á Suðurnesjum um miðjan október sætir ákæru fyrir skattsvik upp á tæpar tuttugu milljónir.

Skjóta á rjúpur úr bílunum

„Okkur hafa borist tilkynningar um að rjúpnaveiðimenn séu að þvælast upp á hálendið á jeppum og skjóta á fuglinn úr bílunum,“ segir Adolf Árnason, lögreglumaður á Hvolsvelli.

Heimilin fái greiðsluplan en fyrirtækin afskrifað

Þingmenn spurðu ráðherra um verklagsreglur bankanna og um traust á bankakerfinu í gær, í kjölfar frétta af hugsanlegum milljarða afskriftum Nýja Kaupþings á skuldum 1998, sem á Haga, sem á meðal annars Bónus. Því var haldið fram að bankar færu mýkri höndum um fyrirtæki en einstaklinga.

Margt hefur áunnist með Schengen-aðild

Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið.

Óttaðist róg og baktal skósveina Óskars

Gestur Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaformaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í kjölfar deilu við borgarfulltrúann Óskar Bergsson. Í bréfi sem Gestur sendi borgarstjórnarflokknum fyrir tveimur vikum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segist hann hafa hætt af ótta við róg og baktal skósveina Óskars.

Var rukkaður um 88,9 milljarða

Bandarískur maður hefur verið dæmdur til að greiða 711 milljón dollara sekt fyrir tilraun til að svíkja notendur Facebook-samskiptavefjarins.

Ætla að miðla góðum fréttum

Samtök atvinnulífsins kalla eftir jákvæðum fréttum úr atvinnulífinu og ætla að miðla þeim áfram. Fréttum er hægt að koma til skila á vef samtakanna, www.sa.is.

Vilja hagstæð lán

Nýstofnuð Samtök ungra bænda vilja að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir að ungt fólk geti fengið hagstæð lán til jarðakaupa og þannig hafið búskap.

Stefna að útboði á næsta ári

Samkvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar verða umhverfisáhrif af gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar að mestu óveruleg.

Stal peningaskáp úr Bautanum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að stela peningaskáp, auk fleiri brota. Skápnum, sem innihélt 154 þúsund krónur, stal hann með því að brjótast inn í veitingastaðinn Bautann á Akureyri.

Skil skilyrði fyrir leikskólaplássi

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að skilyrði fyrir leikskóladvöl barna sé að foreldrar þeirra séu ekki í vanskilum við leikskólasvið borgarinnar.

Noro-veirur í hindberjum

Matvælastofnun bendir almenningi á að hitun á frosnum innfluttum hindberjum sé fyrirbyggjandi til að forðast sýkingar af völdum noro-veira.

Í átt að reglum um vopnasölu

Sameinuðu þjóðirnar stigu á föstudag skref í átt að því að setja reglur um alþjóðlega vopnasölu, þegar meirihluti þjóða samþykkti að reyna að semja slíkar reglur fyrir árið 2012.

Kaupa meiri tónlist en hinir

Þeir sem stela tónlist af netinu kaupa líka tónlist fyrir jafnvirði 15.700 króna að meðaltali á ári. Þeir sem segjast ekki stunda ólöglegt niðurhal kaupa tónlist fyrir rúmlega níu þúsund krónur á ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun í Bretlandi, sem BBC greinir frá.

Púað á félagsmálaráðherra

Félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason var púaður niður á fundi Hagsmunasamtaka Heimilanna sem var haldinn í Iðnó í kvöld.

Fyrrverandi lögga með fíkniefni í Argentínu

Íslendingur á sextugsaldri, sem áður starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Argentínu eftir að hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum.

Vörður samþykkir prófkjör

Á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í dag mánudaginn 2. nóvember, var samþykkt að prófkjör skuli fara fram í Reykjavík um val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2010.

Nýr ráðuneytisstjóri ráðinn í fjármálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í dag fallist á ósk fjármálaráðherra um að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytjist í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá og með 1. nóvember 2009 samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár

Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár.

Evrópska lánið sterk skilaboð um Ísland

Lánveiting Evrópska fjárfestingarbankans til Orkuveitu Reykjavíkur er gríðarlega sterkt merki út í hinn alþjóðlega fjármálaheim, að mati forystumanna orkufyrirtækjanna, og jafnvel upphafið að endurreisn íslensks efnahagslífs.

Stefán Haukur stýrir aðildarviðræðum Íslands

Utanríkisráðherra hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005.

Árásarkonan í Keflavík áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að gæsluvarðhald yrði framlengt yfir Selmu Gunnarsdóttur sem grunuð er um að hafa stungið telpu með hnífi í brjóstið 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ.

Loksins eftirlit með hefðbundnum vopnum

Þótt hungursneyð og vesöld ríki víða um heim er það einhvernvegin svo að jafnvel hjá þeim þjóðum sem eru verst staddar er enginn skortur á vopnum.

Vilja fá fund með framkvæmdastjóra AGS

Hóps fólks hefur sent Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bréf og óskað eftir fundi með honum til að leita svara vegna efnahagsáætlunar sjóðsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Lilja Mósesdóttir þingmaður VG, Ólafur Arnarson rithöfundur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halla Gunnarsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

127% verðmunur á léttöli

Um 127% verðmunur er á ódýrasta fáanlega 500 millilítra léttölinu í nýrri verðkönnun ASÍ. Þar kemur fram að léttölið hafi kostað 79 krónur í Bónus en 179 krónur í 10-11. Verðmunur á drykkjarvörum sé hins vegar oftast á bilinu 90-110%.

Bjarni: Ekki hægt að skýla sér á bak við bankaleynd

„Staðreyndin er að það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við bankaleynd. Það á að vera tiltölulega auðvelt að setja skýrar reglur sem allir geta skilið þar sem tryggt er að sambærileg mál fái líka meðhöndlun og þar sem bankarnir geta tjáð sig um það að þeir telja að í tilteknu tilviki hafi áframhaldandi eignarhald viðkomandi eiganda verið mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokknum, í umræðum á Alþingi í dag.

Farþeginn hvarf úr aftursæti flugvélar

Það er erfitt að segja hvorum hafi brugðið meira flugmanni eða farþega einnar af listflugvélum Suður-Afríska flughersins sem fóru saman í loftið um síðustu helgi.

Enginn biðlisti á frístundaheimilum í Reykjavík

Enginn biðlisti er til staðar á frístundaheimilunum á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir utan 3 nýjar umsóknir. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á sviði tómstundamála, segir að ástæðan sé sú að vel hafi gengið að ráða starfsfólk. „Við höfum alltaf verið undirmönnuð á þessum tíma,“ segir Sigrún. Nú sé svo til búið að ráða í allar stöður og starfsmannamálin komin í eðlilegan farveg.

Tíu á gjörgæslu vegna svínaflensu

Tíu sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans vegna svínaflensu eða H1N1 inflúensunnar. 39 eru inniliggjandi á spítalanum vegna flensunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans.

Sjá næstu 50 fréttir